Axel Þorsteinsson
Hvað segja fagmennirnir um Omnom súkkulaðið? | „…við stefnum á útflutning“
Íslenska Omnom súkkulaðið hefur verið mikið í sviðsljósinu frá því að það fyrst kom á markaðinn í nóvember s.l. Veitingageirinn.is fékk nokkra fagmenn til að segja sitt álit á Omnom súkkulaðinu, en fyrst forvitnuðumst við aðeins um súkkulaðið og Karl Viggó Vigfússon konditor og bakari og Kjartan Gíslason matreiðslumaður einn af eigendum sátu fyrir svörum.
Karl Viggó Vigfússon:
Er útflutningur á planinu hjá ykkur?
Já við stefnum á útflutning.
Eftir hverju leitið þið í bragðinu á góðu súkkulaði?
Við viljum að karakterinn í baununum komi fram eins og okkur finnst best, það er mikill munur á baununum hvaðan þær koma og vinnsla á þeim hjá kakó bændunum, sem við reynum að koma til skila og t.a.m. þá notum við ekki vanillu í okkar súkkulaði
Áttu þitt uppáhald?
Það er erfitt að gera upp á milli tegunda, en það er mikill munur á fyrstu fimm tegundum. Ef ég ætti að velja eina, yrði það örugglega Madagaskar 66%.
Kjartan Gíslason:
Hvernig kom það til að þið stofnuðu þetta fyrirtæki?
Þetta spratt allt upp úr forvitni hjá mér, hvort þetta væri mögulegt hérna heima og í beinu framhaldi voru keyptar baunir og mörgum tilraunum seinna, sáum við að þetta var ekki svo vitlaust eftir allt saman.
Hvaðan koma baunirnar aðallega?
Við erum núna að nota baunir helst frá Dómíniska Lýðveldinu, Madagascar of Papúa Nýju Geníu og höfum einnig verið að þróa ýmsar aðrar tegundir með baunum frá Perú, EKVADOR, Venúsela og Nigaragúa.
Komið þið til með að selja Omnom á mörgum stöðum?
Erum að bæta við okkur nýjum sölustöðum um leið og framreiðsla eykst og vonumst að verða kannski komnir með 5-6 sölustaði fyrir jól.
Fengnir voru nokkrir fagmenn til að segja sitt álit á Omnom og hver og einn fékk tvær tegundir til að smakka:
Ásgeir Sandholt, konditor – Bakarí Sandholt
Omnonm súkkulaði er virkilega efnilegt súkkulaði og hönnun þess öfundsverð. Það hefur nútímalegt útlit, skemmtilega framsett. Þessi „crafts-maker“ tíska sem á sér stað í t.d. Í kaffi-, súkkulaði-, bjórgerð þessa dagana finnst mér virkilega skemmtileg. Við það að minnka það magn sem framleitt er af vörunni eykst möguleikinn á því að framleiða vandaðri, flippaðri og persónulegra vöru fyrir vikið, sem er frábært. Kaffismiðjan og brugghúsið Borg eru góð dæmi um hvernig tekist hefur að framleiða betri vöru.
Að framleiða súkkulaði hljómar einfalt í hugum margra. En þegar maður hugsar um allt vinnsluferlið, þá er það svo sannarlega ekki. Þegar hráefnin er unnin frá grunni, þá þarf að huga að mörgum smáatriðum sem skipta öllu máli. Hinu amerísku Mastbræður hafa t.d. Útfært þessa hugmyndafræði með sjarmerandi hætti. Ég hef ekki smakkað súkkulaðið frá þeim, en ég kynnt mér hugmyndafræði þeirra og framsetningu á vörulínum þeirra sem er mjög áhugaverð.
Um daginn fékk ég í hendurnar tvær mismunandi gerðir af af Omnom súkkulaði – þ.e. dökkt Madagascar og Milk of Madagascar, báðar þessar tegundir finnst mér ágætar.
Madagascar 66%
Fyrra súkkulaðið sem er dökkt, hefur gott kakóbragð, sýru og karakter sem klæðir gæða Madagascar-súkkulaði vel, það er eilítið gróft. Grófleikinn en mun minna en ég hefði búist við og truflar mig ekki neitt. Hrásykurinn í súkkulaðinu heillar mig ekki, því hann er svo frekur þegar kemur að eftirbragðinu. Skemmtilegt súkkulaði, gefur góð fyrirheit.
Milk of Madagascar 41%
Mjólkursúkkulaðið sem er með 41% kakóinnihaldi er prýðilegt nammi. Ég saknaði þess þó að hafa ekki meira kakóbragð og lit í súkkulaðinu miðað við að kakóinnihaldið sé þetta hátt saman ber mjólkursúkkulaði. Í raun spilar hrásykurinn stærsta hlutverkið.
Þetta eru þær súkkulaðigerðir sem ég hef smakkað frá Omnom og hlakka til að smakka fleiri gerðir. Ég efast ekki um að þeir nái að „mastera“ þetta að lokum og súkkulaðið verði frábær með meiri reynslu og forvitni, löngun til að búa til spennandi og framúrskarandi vöru.
Axel Þorsteinsson, bakari & konditor – Turninn nítjánda
Omnon er nýja stolt íslendinga, fyrsta súkkulaðið sem er búið til frá grunni í skandinavíu. Ég hef fengið þann heiður að smakka allar tegundir og þetta er framúrskarandi súkkulaði.
Smá grófur karakter en hvert og eitt súkkulaði sérstakt á sinn hátt, besta súkkulaðið var hinsvegar madagascar 66%, ég er mikið hrifinn af bauninni sem kemur þaðan og hægt er að gera mjög gott súkkulaði úr þeirri baun eins og Omnom hefur tekist. Berja eftirbragðið setur mikinn karakter í súkkulaðið.
Umbúðir um súkkulaðið eru einstaklega vel heppnaðar og minnir mig á „Mast Brothers Chocolate“ vel gert André!
Að búa til sitt eigið súkkulaði er ekki eins einfalt og margir halda, annars væri einhver löngu búin að þessu. Bera þarf virðingu fyrir ferlinum og þekkja mikilvægi þætti þess, hráefni þarf maður einnig að þekkja vel. Omnom byrjar mjög vel og á bara eftir að vaxa frá þessari byrjun. Að koma með þessar gæðavörur er ekkert nema draumabyrjun.
Dark Milk Burned sugar 55%
Miða við handgert súkkulaði þá er áferðin mjúk en með grófum karakter sem hentar baunum frá Dominíska lýðveldinu vel, góður brenndur hrásykur með kröftugu karamellusúkkulaði eftirbragði, prósentan há miðað við mjólkursúkkulaði en algjör snilld. Súkkulaði sem á að tyggja lengi því það verður betra.
Þetta er flott brú fyrir þá sem eru mjólkursúkkulaði elskendur og vilja fara meira yfir í dekkra.
Dirty Blonde 36%
Ekki svo sætt miðað við blonde súkkulaði, sem er bara betra. Dökkur og smá þyngri karakter með karamellu keim. Áferðin miklu mýkri en á súkkulaði með kakómassa en þéttari en hvíttsúkkulaði. Okkar fallega kvenfólk verða vitlausar í þetta.
Hinrik Carl Ellertsson, matreiðslumeistari – Spíran bistro
Til að byrja með eru umbúðir hjá Omnom alveg til fyrimyndar. Virkilega skemmtileg og flott hönnun, einnig mikill kostur að það er auðvelt að loka umbúðunum aftur og þá sá engin að maður stalst í nokkra dásamlega súkkulaði bita.
Dirty Blonde 36%
Það er virkilega skemmtileg bragð samsetning á dirty blond. Byrjar sem þykkt kakósmjörs bragð sem leiðir síðan út í brenndan sykur og smá möndlur hugsanlega, má ekki vera sætara fyrir mína parta, en mjög skemmtilegt bragð og lifir lengi í munni. Áferðin er öðruvísi en á öllu öðru hvítu súkkulaði sem ég hef smakkað, ekki á slæman hátt alls ekki, bara öðruvísi. Myndi hiklaust hoppa út í búð eftir öðru svona stykki.
Dark Milk + Burned Sugar 55%
Þarna erum við að tala um þykkt og mikið bragð miðað við prósentu. Byrjar sem brenndur sykur yfir í karamellu eða toffy sem endar svo sem mjúkt súrmjólkurbragð. Alveg hreint frábær samsetning á bragði og magnað að finna mismundandi stig á bragðinu eftir því hversu lengi það hefur verið í munni. Eftirbragð langt og fallegt. Áferð er fullkomin, virkilega mjúk.
Sigurður Már Guðjónsson, bakara-, og konditormeistari – Bernhöftsbakarí
Ég hef prófað báðar þessar eftirfarandi tegundir af OMNOM. Þessar súkkulaði tegundir eru frábær viðbót í íslenska súkkulaðiflóru. Held ég að allir sannir sælkerar taki þessari viðbót fagnandi.
Madagascar 66%
Súkkulaðið er mjög ríkt af sýru og skilur eftir sig áberandi skemmtilegt berjabragð. Hreint frábært súkkulaði með ferskan og öðruvísi tón.
Papua New Guinea 70%
Súkkulaðið inniheldur ansi merkilegan og dularfullan undirtón. Mikil sýra og skemmtilegt reykjarbragð. Eftirbragðið virtist seint ætla að hverfa úr munninum.
Mynd af Onmom: af facebook síðu Omnom Chocolate.
Mynd af fagmönnum: aðsendar.
/Fréttamenn veitingageirans
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vantar þig hugmynd af frábærri jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Úrval af jólaservíettum og jólakertum hjá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til sölu
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel12 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð