Frétt
Hvað mun Heilbrigðiseftirlitið segja við þessu?

Viktor Örn Andrésson verður gestakokkur á Apótekinu
Það muna margir hverjir eftir gestakokkinum á Apótekinu, Julian Medina, en hann vakti mikla athygli á matarhátíðinni Food & Fun á þessu ári er honum var meinað að bera fram engissprettur af heilbrigðiseftirlitinu.
Dagana 31. maí til 4. júní verður bronsverðlaunahafi Bocuse d´or 2017, Viktor Örn Andrésson, gestakokkur á Apótekinu. Til mikils má vænta af Viktori en í boði verður 7 rétta smakkseðill sem á eftir að kitla bragðlauka matargesta. Viktor sem hefur verið í landsliði matreiðslumanna frá árinu 2009 var kjörinn Matreiðslumaður ársins árið 2013 og matreiðslumaður Norðurlandanna árið 2014.

Viktor Örn ásamt kokkunum á Apótekinu
Viktor ætlar að halda sig við öllu hefðbundnara hráefni en kollegi hans Julian Medina og má til dæmis finna á seðlinum léttgrafið og hægeldað bleikjuterrine, kolagrillaða íslenska nautalund og jarðaber með reyktum rjómaosti.
Matseðillinn ef eftirfarandi:
Íslenskur hörpudiskur
Blómkál, yuzu vinaigrette
Grillaður humar
Estragon alioli
Létt grafið og hægeldað bleikju terrine
Bleikjutartar, dill-aioli, brenndur blaðlaukur, bleikju kavíar
Langtíma elduð og stökksteikt svínasíða
Gerjaður hvítlaukur, ostrusveppir, súrsæt sósa
Túnfiskur og foie gras
Shitake sveppir og sesam sósa
Kolagrilluð íslensk nautalund
Jarðskokkar, nautagljái með kantarellum og trufflum
Jarðaber og reyktur rjómaostur
Sítrónukrem, estragon olía og karamelluð qionoafræ
Verð er 9.900 kr.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Apóteksins hér.
Myndir: apotekrestaurant.is
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Kokkalandsliðið15 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu





