Freisting
Humarvertíð að ljúka
Á föstudaginn s.l. voru síðustu landanir humarbáta á þessu ári hjá Skinney-Þinganesi á Höfn í Hornafirði en vertíðin hófst í byrjun apríl. Allt að 100 manns komu að vinnslunni í landi þegar mest var í sumar.
Afli humarbáta var mjög góður og humarinn hefur verið óvenju stór, sérstaklega á vestursvæði, að því er segir á heimasíðu fyrirtækisins.
Stærð humars hefur veruleg áhrif á afkomu humarvinnslu. Kemur þar bæði til að humarinn vinnst mun hraðar og auk þess er allt að fjórfaldur verðmunur á smæsta og stærsta humrinum. Humarinn er seldur heill á Spánar-, Ítalíu og Japansmarkað en halarnir eru seldir á Kanada og innanlands. Heildarhumarafli ársins hjá Skinney-Þinganesi er um 160 tonn miðað við hala, eða yfir 500 tonn í heilum humri.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri