Vertu memm

Freisting

Humarvertíð að ljúka

Birting:

þann

Á föstudaginn s.l. voru síðustu landanir humarbáta á þessu ári hjá Skinney-Þinganesi á Höfn í Hornafirði en vertíðin hófst í byrjun apríl. Allt að 100 manns komu að vinnslunni í landi þegar mest var í sumar.

Afli humarbáta var mjög góður og humarinn hefur verið óvenju stór, sérstaklega á vestursvæði, að því er segir á heimasíðu fyrirtækisins.

Stærð humars hefur veruleg áhrif á afkomu humarvinnslu. Kemur þar bæði til að humarinn vinnst mun hraðar og auk þess er allt að fjórfaldur verðmunur á smæsta og stærsta humrinum. Humarinn er seldur heill á Spánar-, Ítalíu og Japansmarkað en halarnir eru seldir á Kanada og innanlands. Heildarhumarafli ársins hjá Skinney-Þinganesi er um 160 tonn miðað við hala, eða yfir 500 tonn í heilum humri.

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið