Uppskriftir
Humarsúpa (Bisque)
Fyrir 6 manns
Innihald:
1 kg humar skeljar
50 g gulrætur
1 garðablóðberg grein
1 lárviðar lauf
3 steinseljustilkar
3 cl koníak
2 dl hvítvín
Til að jafna súpuna; 150 g hrísgrjón soðin í 1,5 l ljósu soði.
Aðferð:
Grænmetis afskurður (gulrætur, laukur, sellery) er léttsteikt í smjöri ásamt humar skel, þangað til þær eru vel brúnaðar. Þá eru þær kryddaðar með 12 g salti og gróf möluðum pipar. Svo er koníakinu bætt í og kveikt í, svo hvítvín og 2,5 dl af ljósu soði bætt í og soðið í 10 mín. Skeljarnar eru muldar smátt ásamt hrísgrjónunum og soðinu af skeljunum, o,5 l ljóst soð er bætt út í.
Svo er súpan sigtuð og bætt með 150 g smjör og 1dl rjóma krydduð með salt og pipar og cayanna pipar.
Höfundur Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný
-
Keppni2 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu