Markaðurinn
Humarsalan hefur tekið við allri sölu og dreifingu á bláskel frá Íslandsskel ehf.
Íslandsskel er leiðandi í ræktun á Íslenskri bláskel og eini aðilinn á Íslandi sem býður uppá lifandi bláskel allan ársins hring.
Íslandsskel ræktar bláskel bæði í Faxaflóa og Hvalfirði, og er hún þekkt fyrir einstaklega góða holdfyllingu og bragðgæði.
Íslandskel býr yfir öflugum tækjabúnaði til að tryggja bláskel bestu mögulegu lífsskilyrði, þar sem ferskum sjó er dælt í kerin sem skelin er geymd í eftir heimtingu. Þannig tryggir Íslandsskel að skelin haldist sem ferskust og best alveg þar til að henni er dreift.
Frá því að Íslandsskél hóf starfsemi hefur þörungaeitrunar ekki orðið vart í bláskel frá Íslandskel.
Íslandsskel starfar undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar Íslands.
Humarsalan mun halda úti daglegri dreifingu til veitingarhúsa og verslana á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum og notast Humarsalan við þjónustu Landflutninga og Flytjanda til að koma bláskelini á landsbygðina.
Pöntunarsími er: 8543030 Jakob, og pöntunarnetfang er [email protected]. Vefsíða þjónustunnar er skel.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Frétt3 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið