Markaðurinn
Humarsalan hefur tekið við allri sölu og dreifingu á bláskel frá Íslandsskel ehf.
Íslandsskel er leiðandi í ræktun á Íslenskri bláskel og eini aðilinn á Íslandi sem býður uppá lifandi bláskel allan ársins hring.
Íslandsskel ræktar bláskel bæði í Faxaflóa og Hvalfirði, og er hún þekkt fyrir einstaklega góða holdfyllingu og bragðgæði.
Íslandskel býr yfir öflugum tækjabúnaði til að tryggja bláskel bestu mögulegu lífsskilyrði, þar sem ferskum sjó er dælt í kerin sem skelin er geymd í eftir heimtingu. Þannig tryggir Íslandsskel að skelin haldist sem ferskust og best alveg þar til að henni er dreift.
Frá því að Íslandsskél hóf starfsemi hefur þörungaeitrunar ekki orðið vart í bláskel frá Íslandskel.
Íslandsskel starfar undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar Íslands.
Humarsalan mun halda úti daglegri dreifingu til veitingarhúsa og verslana á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum og notast Humarsalan við þjónustu Landflutninga og Flytjanda til að koma bláskelini á landsbygðina.
Pöntunarsími er: 8543030 Jakob, og pöntunarnetfang er [email protected]. Vefsíða þjónustunnar er skel.is
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands á Gauknum til styrktar Píeta Samtökunum