Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Humarhúsið verður Torfan

Saga hússins
Árið 1838 byggði land- og bæjarfógetinn Stefán Gunnlaugsson húsið. Það hefur hýst sögufræga íslendinga á borð við Hannes Hafstein og Stefán Thorarensen. Um 1970 voru hús á Berntöftstorfu rýmd, enda þá ráðgert að þau yrðu rifin og þar reist stjórnarráðshús. Áður en þetta gerðist var hins vegar hafin barátta fyrir varðveizlu húsanna. Hún stóð yfir um áratug, en á meðan níddust húsin niður og hluti þeirra varð eldi að bráð. Í þessu húsi kom upp eldur þrisvar á tímabilinu. Eftir mikla baráttu uppskáru Torfusamtökin sigur og fengu að leigja húsið frá ríkinu gegn endurbyggingu og varðveizlumarkmiði. Árangur af því starfi blasir við gestum, sem hingað koma.
Nýr veitingastaður er kominn þar sem Humarhúsið var áður til húsa, en sá staður heitir Torfan Restaurant og er í eigu Jóns Tryggva Jónssonar sem á einnig Lækjarbrekku. Það ættu margir hverjir muna, en fyrir um þrem áratugum síðan var veitingastaður sem bar nafnið Torfan á sama stað og Humarhúsið. Tryggvi keypti rekstur Humarhússins við Amtmannsstíg 1 í Reykjavík 1. september s.l.
Yfirmatreiðslumaður Torfunnar er Ívar Þórðarson en hann hefur starfað lengi á Lækjarbrekku, þar á undan á Ósushi svo fátt eitt sé nefnt. Ívar lærði fræðin sín á Hótel Sögu og útskrifaðist árið 2006.
Matseðillinn er girnilegur og má þar sjá nokkra humarrétti, Hrossasteik, nauta rib-eye, koníaksgrafnar nautaþynnur og fleira góðgæti, en matseðilinn er hægt að skoða á vef Torfunnar hér.
Myndir: torfan.is
![]()
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup





