Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Humarhúsið verður Torfan
Nýr veitingastaður er kominn þar sem Humarhúsið var áður til húsa, en sá staður heitir Torfan Restaurant og er í eigu Jóns Tryggva Jónssonar sem á einnig Lækjarbrekku. Það ættu margir hverjir muna, en fyrir um þrem áratugum síðan var veitingastaður sem bar nafnið Torfan á sama stað og Humarhúsið. Tryggvi keypti rekstur Humarhússins við Amtmannsstíg 1 í Reykjavík 1. september s.l.
Yfirmatreiðslumaður Torfunnar er Ívar Þórðarson en hann hefur starfað lengi á Lækjarbrekku, þar á undan á Ósushi svo fátt eitt sé nefnt. Ívar lærði fræðin sín á Hótel Sögu og útskrifaðist árið 2006.
Matseðillinn er girnilegur og má þar sjá nokkra humarrétti, Hrossasteik, nauta rib-eye, koníaksgrafnar nautaþynnur og fleira góðgæti, en matseðilinn er hægt að skoða á vef Torfunnar hér.
Myndir: torfan.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði