Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Humarhúsið verður Torfan

Saga hússins
Árið 1838 byggði land- og bæjarfógetinn Stefán Gunnlaugsson húsið. Það hefur hýst sögufræga íslendinga á borð við Hannes Hafstein og Stefán Thorarensen. Um 1970 voru hús á Berntöftstorfu rýmd, enda þá ráðgert að þau yrðu rifin og þar reist stjórnarráðshús. Áður en þetta gerðist var hins vegar hafin barátta fyrir varðveizlu húsanna. Hún stóð yfir um áratug, en á meðan níddust húsin niður og hluti þeirra varð eldi að bráð. Í þessu húsi kom upp eldur þrisvar á tímabilinu. Eftir mikla baráttu uppskáru Torfusamtökin sigur og fengu að leigja húsið frá ríkinu gegn endurbyggingu og varðveizlumarkmiði. Árangur af því starfi blasir við gestum, sem hingað koma.
Nýr veitingastaður er kominn þar sem Humarhúsið var áður til húsa, en sá staður heitir Torfan Restaurant og er í eigu Jóns Tryggva Jónssonar sem á einnig Lækjarbrekku. Það ættu margir hverjir muna, en fyrir um þrem áratugum síðan var veitingastaður sem bar nafnið Torfan á sama stað og Humarhúsið. Tryggvi keypti rekstur Humarhússins við Amtmannsstíg 1 í Reykjavík 1. september s.l.
Yfirmatreiðslumaður Torfunnar er Ívar Þórðarson en hann hefur starfað lengi á Lækjarbrekku, þar á undan á Ósushi svo fátt eitt sé nefnt. Ívar lærði fræðin sín á Hótel Sögu og útskrifaðist árið 2006.
Matseðillinn er girnilegur og má þar sjá nokkra humarrétti, Hrossasteik, nauta rib-eye, koníaksgrafnar nautaþynnur og fleira góðgæti, en matseðilinn er hægt að skoða á vef Torfunnar hér.
Myndir: torfan.is
![]()
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA





