Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Humarhúsið verður Torfan

Birting:

þann

Saga hússins Árið 1838 byggði land- og bæjarfógetinn Stefán Gunnlaugsson húsið. Það hefur hýst sögufræga íslendinga á borð við Hannes Hafstein og Stefán Thorarensen. Um 1970 voru hús á Berntöftstorfu rýmd, enda þá ráðgert að þau yrðu rifin og þar reist stjórnarráðshús. Áður en þetta gerðist var hins vegar hafin barátta fyrir varðveizlu húsanna. Hún stóð yfir um áratug, en á meðan níddust húsin niður og hluti þeirra varð eldi að bráð. Í þessu húsi kom upp eldur þrisvar á tímabilinu. Eftir mikla baráttu uppskáru Torfusamtökin sigur og fengu að leigja húsið frá ríkinu gegn endurbyggingu og varðveizlumarkmiði. Árangur af því starfi blasir við gestum, sem hingað koma.

Saga hússins
Árið 1838 byggði land- og bæjarfógetinn Stefán Gunnlaugsson húsið. Það hefur hýst sögufræga íslendinga á borð við Hannes Hafstein og Stefán Thorarensen. Um 1970 voru hús á Berntöftstorfu rýmd, enda þá ráðgert að þau yrðu rifin og þar reist stjórnarráðshús. Áður en þetta gerðist var hins vegar hafin barátta fyrir varðveizlu húsanna. Hún stóð yfir um áratug, en á meðan níddust húsin niður og hluti þeirra varð eldi að bráð. Í þessu húsi kom upp eldur þrisvar á tímabilinu. Eftir mikla baráttu uppskáru Torfusamtökin sigur og fengu að leigja húsið frá ríkinu gegn endurbyggingu og varðveizlumarkmiði. Árangur af því starfi blasir við gestum, sem hingað koma.

TorfanNýr veitingastaður er kominn þar sem Humarhúsið var áður til húsa, en sá staður heitir Torfan Restaurant og er í eigu Jóns Tryggva Jónssonar sem á einnig Lækjarbrekku.  Það ættu margir hverjir muna, en fyrir um þrem áratugum síðan var veitingastaður sem bar nafnið Torfan á sama stað og Humarhúsið.  Tryggvi keypti rekstur Humarhússins við Amtmannsstíg 1 í Reykjavík 1. september s.l.

Yfirmatreiðslumaður Torfunnar er Ívar Þórðarson en hann hefur starfað lengi á Lækjarbrekku, þar á undan á Ósushi svo fátt eitt sé nefnt.  Ívar lærði fræðin sín á Hótel Sögu og útskrifaðist árið 2006.

Matseðillinn er girnilegur og má þar sjá nokkra humarrétti, Hrossasteik, nauta rib-eye, koníaksgrafnar nautaþynnur og fleira góðgæti, en matseðilinn er hægt að skoða á vef Torfunnar hér.

 

Myndir: torfan.is

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið