Markaðurinn
HÚH” Brennimerkt hamborgarabrauð
Það er ekki á hverjum degi sem það gerist að Ísland kemst á heimsmeistaramótið í fótbolta. Strákarnir okkar spila sinn fyrsta leik gegn Argentínu á laugardaginn. Gæðabakstur, Norðlenska og Krónan tóku höndum saman í að útbúa alvöru hamborgara sem eru tilbúnir á grillið. Því var brugðið á það ráð að brennimerkja hamborgarabrauðin með orðinu „HÚH“ eins og svo frægt er orðið.
„Það rúlluðu nokkrar hugmyndir og áður en við vissum af voru markaðsdeildirnar komnar á fullt, og þá var eiginlega ekki aftur snúið“
Gæðabakstur fór því á stúfana og lét útbúa fyrir sig sérstakt járn sem nær sjóðandi hita og brennimerkir brauðin. Niðurstaðan urðu þessi glæsilegu „HÚH” hamborgarabrauð.
„Við erum alltaf til í að prófa nýja hluti og fara aðeins aðrar leiðir en þessa hefðbundnu. Það lá í augum uppi að það þurfti að sjást einhvernvegin á hamborgaranum að hann væri HM borgari. Við gerðum svo ýmsar prufur með logsuðutæki og allskonar ævintýrum með tæknimanninum okkar“
segir Pétur Pétursson framleiðslustjóri Gæðabaksturs.
Útkoman eru glæsileg brennimerkt hamborgarabrauð með orðinu HÚH. Fyrir hvern leik bíður Krónan upp á hamborgarapakka í þema þess liðs sem Ísland keppir á móti. Fyrsti pakkinn inniheldur:
2x 175g hamborgarar (með Argentísku kryddi)
2x HÚH hamborgarabrauð
2x Cheddar ostasneiðar
1x Argentísk Chimichurry sósa
Áfram Ísland!
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit