Vertu memm

Markaðurinn

HÚH” Brennimerkt hamborgarabrauð

Birting:

þann

Brennimerkt hamborgarabrauð - Gæðabakstur

Það er ekki á hverjum degi sem það gerist að Ísland kemst á heimsmeistaramótið í fótbolta. Strákarnir okkar spila sinn fyrsta leik gegn Argentínu á laugardaginn. Gæðabakstur, Norðlenska og Krónan tóku höndum saman í að útbúa alvöru hamborgara sem eru tilbúnir á grillið. Því var brugðið á það ráð að brennimerkja hamborgarabrauðin með orðinu „HÚH“ eins og svo frægt er orðið.

Brennimerkt hamborgarabrauð - Gæðabakstur

„Það rúlluðu nokkrar hugmyndir og áður en við vissum af voru markaðsdeildirnar komnar á fullt, og þá var eiginlega ekki aftur snúið“

Gæðabakstur fór því á stúfana og lét útbúa fyrir sig sérstakt járn sem nær sjóðandi hita og brennimerkir brauðin. Niðurstaðan urðu þessi glæsilegu „HÚH” hamborgarabrauð.

„Við erum alltaf til í að prófa nýja hluti og fara aðeins aðrar leiðir en þessa hefðbundnu. Það lá í augum uppi að það þurfti að sjást einhvernvegin á hamborgaranum að hann væri HM borgari. Við gerðum svo ýmsar prufur með logsuðutæki og allskonar ævintýrum með tæknimanninum okkar“

segir Pétur Pétursson framleiðslustjóri Gæðabaksturs.

Brennimerkt hamborgarabrauð - Gæðabakstur

Útkoman eru glæsileg brennimerkt hamborgarabrauð með orðinu HÚH. Fyrir hvern leik bíður Krónan upp á hamborgarapakka í þema þess liðs sem Ísland keppir á móti. Fyrsti pakkinn inniheldur:

2x 175g hamborgarar (með Argentísku kryddi)
2x HÚH hamborgarabrauð
2x Cheddar ostasneiðar
1x Argentísk Chimichurry sósa

Áfram Ísland!

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið