Markaðurinn
HÚH” Brennimerkt hamborgarabrauð
Það er ekki á hverjum degi sem það gerist að Ísland kemst á heimsmeistaramótið í fótbolta. Strákarnir okkar spila sinn fyrsta leik gegn Argentínu á laugardaginn. Gæðabakstur, Norðlenska og Krónan tóku höndum saman í að útbúa alvöru hamborgara sem eru tilbúnir á grillið. Því var brugðið á það ráð að brennimerkja hamborgarabrauðin með orðinu „HÚH“ eins og svo frægt er orðið.
„Það rúlluðu nokkrar hugmyndir og áður en við vissum af voru markaðsdeildirnar komnar á fullt, og þá var eiginlega ekki aftur snúið“
Gæðabakstur fór því á stúfana og lét útbúa fyrir sig sérstakt járn sem nær sjóðandi hita og brennimerkir brauðin. Niðurstaðan urðu þessi glæsilegu „HÚH” hamborgarabrauð.
„Við erum alltaf til í að prófa nýja hluti og fara aðeins aðrar leiðir en þessa hefðbundnu. Það lá í augum uppi að það þurfti að sjást einhvernvegin á hamborgaranum að hann væri HM borgari. Við gerðum svo ýmsar prufur með logsuðutæki og allskonar ævintýrum með tæknimanninum okkar“
segir Pétur Pétursson framleiðslustjóri Gæðabaksturs.
Útkoman eru glæsileg brennimerkt hamborgarabrauð með orðinu HÚH. Fyrir hvern leik bíður Krónan upp á hamborgarapakka í þema þess liðs sem Ísland keppir á móti. Fyrsti pakkinn inniheldur:
2x 175g hamborgarar (með Argentísku kryddi)
2x HÚH hamborgarabrauð
2x Cheddar ostasneiðar
1x Argentísk Chimichurry sósa
Áfram Ísland!
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni22 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar22 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra








