Freisting
Hugmyndir uppi um glæsilegan veitingastað í Norræna húsinu
Hugmyndir eru uppi um að breyta kafffistofunni í Norræna húsinu í glæsilegan veitingastað eða bístró þar sem boðið verði upp á það besta úr norrænu eldhúsi. Forstjóri hússins segir þetta lið í endurskipulagningu á húsinu en enn séu nokkrar hindranir í veginum.
Við teljum að þetta geti verið góður staður fyrir hið nýja norræna eldhús sem nýtur sífellt meiri vinsælda,“ segir Max Dager, forstjóri Norræna hússins. Hann segir að menn hafi farið að leita nýrra leiða til að efla matsölustað hússins og ein af ástæðum fyrir því sé aukin samkeppni frá veitingasölunni á Háskólatorgi. Þá hafi fjármunir til veitingarekstursins frá Norrænu ráðherranefndinn minnkað á meðan launakostnaður hafi aukist og því hafi þurft að laga starfsemina að því.
Við vorum með matarhátíð um daginn og það var upphafið að þessu. Við höfum orðið vör við áhuga frá aðilum bæði innan lands og utan að reka eldhúsið með norræna matarhefð í huga,“ segir Dager og segir hugmyndir uppi um að hafa veitingastaðinn opinn á kvöldin. Við erum að reyna að selja húsið sem alþjóðlegan ráðstefnustað og við viljum í tengslum við það bjóða upp á það besta í norrænni matargerð,“ segir Dager og bendir á það að útsýnið úr matsal Norræna hússins skemmi ekki fyrir.
Norræna húsið, sem fagnar 40 ára afmæli í ár, er hannað af hinum heimsþekkta finnska arkitekt Alvar Aalto og stóðu Íslendingar að byggingu þess ásamt Dönum, Finnum, Norðmönnum og Svíum. Húsinu má ekki breyta og það er eitt af helstu vandamálunum sem glímt er við núna því núverandi eldhús er fremur lítið. Spurningin er hvort hægt sé að búa til eldhús í kjallaranum en það á eftir að skoða að sögn Dagers.
Dager á von á að það komi í ljós í sumar hvort af þessu verður. Starfsmönnum í eldhúsi Norræna hússins hefur verið sagt upp vegna þessara breytinga og taka uppsagnirnar gildi í haust. Það er alltaf erfitt að segja upp fólki en það varð að gera í tengslum við þessar breytingar,“ segir Dager. Hann útilokar þó ekki að hægt verði að finna lausn fyrir starfsfólkið.
Greint frá á Visir.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Frétt2 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame