Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hrútskýrir súrnar yfir nótt – Bjórinn verður fáanlegur í afar takmörkuðu upplagi
Þorrabjór Bryggjunnar Brugghús hefur hlotið nafnið Hrútskýrir og kveður hann sér hljóðs á bjórdælum staðarins þann 18. janúar næstkomandi. Bjórinn verður fáanlegur í afar takmörkuðu upplagi og einungis á Bryggjunni Brugghús. Þeir sem vilja smakka súrsaltan sopa þurfa því að hafa hraðar hendur áður en kútarnir klárast.
Bjórstíllinn er Gose, gamall þýskur bjórstíll sem átti miklum vinsældum að fagna í Þýskalandi og hefur verið að koma sterkur inn í handverks bjórsenuna undanfarin ár. Rúmur helmingur kornsins sem notað er til bruggsins er maltað hveiti og er Hrútskýrir því hveitibjór. Það sem gerir Gose frábrugðinn öðrum algengum hveitibjórum er að hann er látinn súrna yfir nótt með hjálp mjólkursýrugerils sem gerir bjórinn eilítið súran. Bruggferli Hrútskýris er í grunninn hefðbundið fyrir utan skrefið þegar hann er látinn súrna. Bruggunin er kláruð næsta dag þegar hæfilegt magn af mjólkursýrum hefur myndast í bjórnum.
„Íslensku sjávarsalti og kóríanderfræjum er bætt út í suðu bjórsins sem gerir bjórinn saltan. Kóríanderfræin gefa ferskan sítrónukeim sem gerir hann að góðum svaladrykk,”
segir Bergur Gunnarsson bruggmeistari Bryggjunnar.
„Gose bjórstíllinn er yfirleitt fregar lágur í áfengisprósentu en Hrútskýrir er í kringum 4,9%. Mjög lítið er af humlum í bjórnum þar sem maður vill láta súr/salta bragðið njóta sín.”
Í fréttatilkynningu segir að Hrútskýrir mætir á dælurnar þann 18. janúar næstkomandi klukkan 17.30 á Bryggjunni Brugghús. Við það tilefni mun Bergur bruggari kynna bjórinn örstutt. Á sjálfan bóndadaginn, við upphaf þorra, þann 20. janúar næstkomandi verður svo öllu til tjaldað á Bryggjunni Brugghús en slegið verður upp í þorraveislu. Þorraplattar verða reiddir fram í bistro-hluta staðarins en boðið verður upp á hefðbundnari útgáfu af þorraplatta auk þess sem einnig verður vegan útgáfa í boði. Inn í bruggsalnum verða borin fram þorratrog fyllt með hinum ýmsu þorrakræsingum, þorrasnafs og Hrútskýrir. Einungis hópar geta bókað borð í bruggsalnum og er lágmarksfjöldi 8 manns.
Bryggjan Brugghús er staðsett að Grandagarði 8. Fyrir bókanir vinsamlegast hafið samband við [email protected] eða hringið í síma 456 4040.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð