Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hrefna Sætran gefur út matreiðslubók fyrir krakka á öllum aldri
„Loksins get ég sagt ykkur frá nýju bókinni minni.“
Skrifar Hrefna Sætran matreiðslumaður á Instagram.
Þar segir Hrefna frá að hún hafi verið með þessa hugmynd í maganum í nokkur ár eða alveg frá því að börnin hennar byrjuðu að hringja í hana í vinnuna og segja henni að það væri ekki til neitt að borða heima og þau væru að deyja úr hungri.
„Ég alveg dauð vorkenndi þeim að þurfa vera heima með engan mat og sá þau fyrir mér sveltandi en svo þegar ég kom heim og sá allan matinn sem var til vorkenndi ég þeim að kunna ekki að búa sér neitt til úr honum.
Svo ég ákvað að skrifa matreiðslubók fyrir krakka á öllum aldri og var svo heppin að fá með mér besta teymið til að láta þetta allt verða að veruleika.“
Hrefnu fannst erfitt að setja niður hvaða aldur það er því þetta tengist svo áhuga og getu hvers einstaklings. Sum byrja ung að aðstoða heima í eldhúsinu og eru mjög sjálfstæð á meðan önnur byrja ekkert að spá í þessu fyrr en þau eru jafnvel fluttir að heiman.
Bókin skiptist í kaflana á morgnana, í skólann, eftir skóla, á æfingu, á kvöldin og um helgar.
Í bókinni er mikið af litlum punktum um næringu, hráefni og fleira sem tengist því að elda og borða.
Bókina prýða svo afar girnilegar ljósmyndir eftir Björn Árnason.
Bókin kemur til landsins í næstu viku en það er hægt að forpanta hana á glænýju heimasíðunni hennar Hrefnu á vefslóðinni hrefnasaetran.is og svo verður hún til sölu í öllum verslunum Krónunnar um land allt.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit