Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
Hrefna Rósa Sætran, einn af virtustu matreiðslumönnum landsins, hefur sagt skilið við nokkra af rekstraraðilum sem hún hefur starfað með undanfarin ár. Hrefna greindi frá þessu í færslu á Facebook, þar sem hún sagði að hún hafi selt sinn hlut í veitingastöðunum Grillmarkaðinum, Trattoria og Rauttvín.
„Ég mun einblína áfram á rekstur Fiskmarkaðsins, Uppi bar, Skúla Craft Bar og Kampavínsfjélagsins,“ skrifar Hrefna. „Það er gott að breyta til og einfalda lífið. Ég finn sterkt að mín ástríða liggur í að skapa framúrskarandi upplifun í mat og drykk og bjóða upp á gæðavörur þegar fólk heimsækir okkur.“
Hrefna lýsir þessu sem spennandi tímamótum og leggur áherslu á að skapa áfram upplifanir fyrir gesti veitingastaða sinna. „Það er það sem gerir þetta skemmtilegt,“ segir hún og bætir við að spennandi verkefni séu framundan.
Hrefna hefur verið áberandi í íslensku veitingalífi í fjölmörg ár og hefur m.a. hlotið mikla viðurkenningu fyrir hæfileika sína í matargerð. Með þessu skrefi stefnir hún á að leggja alla sína krafta í þá rekstrarstaði sem hún hefur enn á sinni hendi og vinna þar með skapandi fólki að því að veita hámarks upplifun fyrir gesti.
Mynd: úr einkasafni / Hrefna Sætran
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús






