Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín

Birting:

þann

Hrefna Rósa Sætran

Hrefna Rósa Sætran

Hrefna Rósa Sætran, einn af virtustu matreiðslumönnum landsins, hefur sagt skilið við nokkra af rekstraraðilum sem hún hefur starfað með undanfarin ár. Hrefna greindi frá þessu í færslu á Facebook, þar sem hún sagði að hún hafi selt sinn hlut í veitingastöðunum Grillmarkaðinum, Trattoria og Rauttvín.

„Ég mun einblína áfram á rekstur Fiskmarkaðsins, Uppi bar, Skúla Craft Bar og Kampavínsfjélagsins,“ skrifar Hrefna. „Það er gott að breyta til og einfalda lífið. Ég finn sterkt að mín ástríða liggur í að skapa framúrskarandi upplifun í mat og drykk og bjóða upp á gæðavörur þegar fólk heimsækir okkur.“

Hrefna lýsir þessu sem spennandi tímamótum og leggur áherslu á að skapa áfram upplifanir fyrir gesti veitingastaða sinna. „Það er það sem gerir þetta skemmtilegt,“ segir hún og bætir við að spennandi verkefni séu framundan.

Hrefna hefur verið áberandi í íslensku veitingalífi í fjölmörg ár og hefur m.a. hlotið mikla viðurkenningu fyrir hæfileika sína í matargerð. Með þessu skrefi stefnir hún á að leggja alla sína krafta í þá rekstrarstaði sem hún hefur enn á sinni hendi og vinna þar með skapandi fólki að því að veita hámarks upplifun fyrir gesti.

Mynd: úr einkasafni / Hrefna Sætran

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið