Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
Hrefna Rósa Sætran, einn af virtustu matreiðslumönnum landsins, hefur sagt skilið við nokkra af rekstraraðilum sem hún hefur starfað með undanfarin ár. Hrefna greindi frá þessu í færslu á Facebook, þar sem hún sagði að hún hafi selt sinn hlut í veitingastöðunum Grillmarkaðinum, Trattoria og Rauttvín.
„Ég mun einblína áfram á rekstur Fiskmarkaðsins, Uppi bar, Skúla Craft Bar og Kampavínsfjélagsins,“ skrifar Hrefna. „Það er gott að breyta til og einfalda lífið. Ég finn sterkt að mín ástríða liggur í að skapa framúrskarandi upplifun í mat og drykk og bjóða upp á gæðavörur þegar fólk heimsækir okkur.“
Hrefna lýsir þessu sem spennandi tímamótum og leggur áherslu á að skapa áfram upplifanir fyrir gesti veitingastaða sinna. „Það er það sem gerir þetta skemmtilegt,“ segir hún og bætir við að spennandi verkefni séu framundan.
Hrefna hefur verið áberandi í íslensku veitingalífi í fjölmörg ár og hefur m.a. hlotið mikla viðurkenningu fyrir hæfileika sína í matargerð. Með þessu skrefi stefnir hún á að leggja alla sína krafta í þá rekstrarstaði sem hún hefur enn á sinni hendi og vinna þar með skapandi fólki að því að veita hámarks upplifun fyrir gesti.
Mynd: úr einkasafni / Hrefna Sætran
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






