Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
Hrefna Rósa Sætran, einn af virtustu matreiðslumönnum landsins, hefur sagt skilið við nokkra af rekstraraðilum sem hún hefur starfað með undanfarin ár. Hrefna greindi frá þessu í færslu á Facebook, þar sem hún sagði að hún hafi selt sinn hlut í veitingastöðunum Grillmarkaðinum, Trattoria og Rauttvín.
„Ég mun einblína áfram á rekstur Fiskmarkaðsins, Uppi bar, Skúla Craft Bar og Kampavínsfjélagsins,“ skrifar Hrefna. „Það er gott að breyta til og einfalda lífið. Ég finn sterkt að mín ástríða liggur í að skapa framúrskarandi upplifun í mat og drykk og bjóða upp á gæðavörur þegar fólk heimsækir okkur.“
Hrefna lýsir þessu sem spennandi tímamótum og leggur áherslu á að skapa áfram upplifanir fyrir gesti veitingastaða sinna. „Það er það sem gerir þetta skemmtilegt,“ segir hún og bætir við að spennandi verkefni séu framundan.
Hrefna hefur verið áberandi í íslensku veitingalífi í fjölmörg ár og hefur m.a. hlotið mikla viðurkenningu fyrir hæfileika sína í matargerð. Með þessu skrefi stefnir hún á að leggja alla sína krafta í þá rekstrarstaði sem hún hefur enn á sinni hendi og vinna þar með skapandi fólki að því að veita hámarks upplifun fyrir gesti.
Mynd: úr einkasafni / Hrefna Sætran

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn3 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar