Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Hrefna Rósa og Gulli á Grillmarkaðinum opna matarvagn í Fógetagarðinum

Hrefna Rósa og meðeigandi hennar Guðlaugur Frímansson betur þekktur sem Gulli á Grillmarkaðinum opnuðu nú á dögunum fyrsta íslenska bílinn sem selur kínverskt soðbrauð. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Eva Laufey matgæðingur eldaði með starfsfólki hjá Bao Bun og afraksturinn var sýndur á Stöð 2.
F.v. Guðmundur Björnsson, Guðlaugur P. Frímannsson, Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir og Hrefna Rósa Sætran
Hrefna Rósa Sætran kokkur og einn af eigendum Skúla Craft Bar fjárfesti ásamt félögum sínum í matarvagni en slíkar gúmmelaðikerrur njóta mikilla vinsælda um þessar mundir.
„Það hefur verið undanfarin ár matarmarkaður í Fógetagarðinum en hann var blásinn af í ár og Reykjavíkurborg vildi gera fógetagarðinn að svona matarvagnatorgi. Þar sem fólk er endalaust að biðja okkur um mat á Skúla því það verður svangt þá ákváðum við bara að slá til, keyptum vagn fyrir mánuði síðan og unnum frekar hratt í þessu og opnuðum bara mjög óformlega á síðustu helgi,“
, segir Hrefna Rósa í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um matarvagninn sem hefur fengið nafnið Skúli Bao Bun hér.
Mynd: facebook / Skúli Bao Bun
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Markaðurinn5 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt5 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?





