Vertu memm

Keppni

Hrafnhildur Sunna Eyþórsdóttir er Hraðasti Barþjónn Íslands 2025 – Myndaveisla

Birting:

þann

Hrafnhildur Sunna Eyþórsdóttir er Hraðasti Barþjónn Íslands 2025

Keppnin um Hraðasta barþjóninn fór fram, 4. nóvember, í Kjallaranum á Sæta Svíninu við frábæra stemningu. Um er að ræða árlega hraðakeppni Barþjónaklúbbs Íslands í samstarfi við Fernet Branca, sem á undanförnum árum hefur fest sig í sessi sem ein skemmtilegasta barþjónakeppni ársins.

Rúmlega 30 keppendur tóku þátt í ár og þurftu þeir að sýna bæði hraða og nákvæmni. Verkefnið fólst í að:

  • Hella tveimur Fernet Branca skotum
  • Opna og hella tveimur Peroni bjórum
  • Hrista í Jack Sour kokteil

Allt á sem skemmstum tíma.

Refsingar í formi aukasekúndna voru lagðar við fyrir mistök, svo sem að mæla rangt, hella framhjá eða sleppa skrefum.

Hrafnhildur Sunna Eyþórsdóttir er Hraðasti Barþjónn Íslands 2025

Hrafnhildur Sunna, Teitur Schiöth og Óliver við verðlaunaafhendinguna.

Úrslit

Fjórir komust í úrslit og keppnin fór þar yfir í útsláttarkerfi. Tveir komust svo í ofurúrslitum:

  • Hrafnhildur Sunna Eyþórsdóttir (Sæta Svínið)
  • Óliver (Tipsý)

Í æsispennandi lokaspretti reyndist Hrafnhildur hraðari og nákvæmari og hlaut þar með titilinn: Hraðasti Barþjónninn 2025

Óliver hreppti verðskuldað 2. sæti eftir frábæra frammistöðu.

Hrafnhildur Sunna Eyþórsdóttir er Hraðasti Barþjónn Íslands 2025

Stemning og gleði

DJ De La Rosa sá um tónlist og skapaði einstaka stemningu. Fjöldi gesta fylgdist með og studdi keppendur áfram, sem gerði kvöldið að sönnu hátíðarkvöldi íslenskrar bar-menningar.

„Þessi keppni sýnir orku, fagmennsku og gleði sem einkenna íslenska barsenu um þessar mundir.  Það er ótrúlegt að sjá hversu hratt barþjónar í dag geta unnið.“

segir Teitur Riddermann Schiöth, forseti Barþjónaklúbbs Íslands.

Keppnin verður haldin aftur að ári, og ef eitthvað er, má búast við enn meiri stemningu.

Samhliða keppninni fór fram aðalfundur Barþjónaklúbbs Íslands, sem verður fjallað nánar um í annarri frétt ásamt myndum frá fundinum.

Meðfylgjandi myndir tók Ómar Vilhelmsson.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið