Bocuse d´Or
Hótel Saga hélt boð til heiðurs Sigga Helga – Myndir
Bocuse Akademían og Hótel Saga buðu vinum og velunnurum til veislu á Grillinu. Margt góðra gesta og gott canapé í boði, farið yfir keppnissögu okkar Íslendinga frá fyrstu keppni Sturlu Birgissonar seint á síðustu öld og til okkar tíma, heilt yfir frábær árangur í gegnum árin og alltaf að verða flottari og slípaðri hópur sem stendur að Akademíunni.
Reyndar er ekki von á öðru þegar saman eru komnir matreiðslumenn sem keppt hafa í matreiðslukeppnum víðsvegar og verið í landsliði Íslands í matreiðslu auk þess sem að sjö af þeim sem standa að Bocuse d´Or Akademíunni hafa keppt í þessari krefjandi keppni. Hægt er að skoða nánar um þáttöku Íslands inná www.bocusedor.is.
Sigurður Helgason fór til Stokkhólms í byrjun mánaðar og komst áfram, lenti í 7. sæti af 20 þátttökuþjóðum sem er glæsilegur árangur. Við höfum tröllatrú á okkar manni enda einn af okkar færustu matreiðslumönnum í dag. Við hjá veitingageirinn.is munum færa ykkur fréttir af æfingum og líta reglulega við í Síðumúlanum hjá Fastus til að taka púlsinn á Sigga og aðstoðamönnum hans fram að keppni.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í veislunni í Grillinu:
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í 5. sæti á HM
-
Keppni3 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri – Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting…. – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lambasnitsel í raspi og margir girnilegir réttir á mánaðartilboði