Bocuse d´Or
Hótel Saga hélt boð til heiðurs Sigga Helga – Myndir
Bocuse Akademían og Hótel Saga buðu vinum og velunnurum til veislu á Grillinu. Margt góðra gesta og gott canapé í boði, farið yfir keppnissögu okkar Íslendinga frá fyrstu keppni Sturlu Birgissonar seint á síðustu öld og til okkar tíma, heilt yfir frábær árangur í gegnum árin og alltaf að verða flottari og slípaðri hópur sem stendur að Akademíunni.
Reyndar er ekki von á öðru þegar saman eru komnir matreiðslumenn sem keppt hafa í matreiðslukeppnum víðsvegar og verið í landsliði Íslands í matreiðslu auk þess sem að sjö af þeim sem standa að Bocuse d´Or Akademíunni hafa keppt í þessari krefjandi keppni. Hægt er að skoða nánar um þáttöku Íslands inná www.bocusedor.is.
Sigurður Helgason fór til Stokkhólms í byrjun mánaðar og komst áfram, lenti í 7. sæti af 20 þátttökuþjóðum sem er glæsilegur árangur. Við höfum tröllatrú á okkar manni enda einn af okkar færustu matreiðslumönnum í dag. Við hjá veitingageirinn.is munum færa ykkur fréttir af æfingum og líta reglulega við í Síðumúlanum hjá Fastus til að taka púlsinn á Sigga og aðstoðamönnum hans fram að keppni.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í veislunni í Grillinu:
![]()
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup













