Bocuse d´Or
Hótel Saga hélt boð til heiðurs Sigga Helga – Myndir
Bocuse Akademían og Hótel Saga buðu vinum og velunnurum til veislu á Grillinu. Margt góðra gesta og gott canapé í boði, farið yfir keppnissögu okkar Íslendinga frá fyrstu keppni Sturlu Birgissonar seint á síðustu öld og til okkar tíma, heilt yfir frábær árangur í gegnum árin og alltaf að verða flottari og slípaðri hópur sem stendur að Akademíunni.
Reyndar er ekki von á öðru þegar saman eru komnir matreiðslumenn sem keppt hafa í matreiðslukeppnum víðsvegar og verið í landsliði Íslands í matreiðslu auk þess sem að sjö af þeim sem standa að Bocuse d´Or Akademíunni hafa keppt í þessari krefjandi keppni. Hægt er að skoða nánar um þáttöku Íslands inná www.bocusedor.is.
Sigurður Helgason fór til Stokkhólms í byrjun mánaðar og komst áfram, lenti í 7. sæti af 20 þátttökuþjóðum sem er glæsilegur árangur. Við höfum tröllatrú á okkar manni enda einn af okkar færustu matreiðslumönnum í dag. Við hjá veitingageirinn.is munum færa ykkur fréttir af æfingum og líta reglulega við í Síðumúlanum hjá Fastus til að taka púlsinn á Sigga og aðstoðamönnum hans fram að keppni.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í veislunni í Grillinu:

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?