Markaðurinn
Hótel Reykjavík Grand óskar eftir að ráða öflugan veitingastjóra
Starfið felur í sér yfirumsjón með daglegum rekstri og verkefnum veitingadeildar, svo sem sölu og þjónustu, áætlunun, starfsmannamálum, innkaupum, birgðahaldi, fjármálaumsýslu og að gæðakröfum sé fullnægt ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.
HÆFNISKRÖFUR
- Sveinspróf eða meistarapróf í framreiðslu/matreiðslu er skilyrði
- Talsverð reynsla af sambærilegum störfum skilyrði
- Færni í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
- Frumkvæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum
- Mjög góðir söluhæfileikar
- Almenn tölvukunnátta
- Öryggisvitund og þekking á GÁMES
Hótel Reykjavík Grand er flaggskip Íslandshótela og fjögurra stjörnu ráðstefnuhótel fyrir ferðamenn og ráðstefnugesti sem vilja njóta glæsilegrar aðstöðu og framúrskarandi þjónustu.
Á hótelinu eru 314 herbergi og 11 ráðstefnu- og veislusalir sem gerir hótelið að stærsta ráðstefnuhóteli landsins. Þar er einnig veitingastaður, bar, líkamsræktaraðstaða og Reykjavík Spa heilsulind.
Mikil uppbygging er í vændum á hótelinu en unnið er að viðamikilli stækkun á næstu 3 árum. Að loknum framkvæmdum mun hótelið bjóða uppá 454 hótelherbergi ásamt nýjum ráðstefnusölum
Gildi Íslandshótela eru: Fagmennska – Samvinna – Hugrekki
Umsækjendur senda inn umsókn ásamt ferilsskrá og kynningarbréfi á ráðningarvef Íslandshótela: Islandshotel.is/storf merkt. Veitingastjóri – Hótel Reykjavik Grand.
Óskir um nánari upplýsingar sendist á Írisi Töru Sturludóttur, hótelstjóra, iristara@hotelreykjavik.is
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til og með 31. Janúar 2024.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn