Vertu memm

Markaðurinn

Hótel Reykjavík Grand leitar að vaktstjóra í veitingadeild

Birting:

þann

Hótel Reykjavík Grand

Hótel Reykjavík Grand

Ertu að leita þér að skemmtilegri vinnu í dínamísku og alþjóðlegu umhverfi? Hótel Reykjavík Grand óska að ráða til sín vaktstjóra í veitingadeild. Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu.

Unnið er á 2-2-3 vöktum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Fagleg stjórnun, skipulag og framkvæmd verkefna í veitingasölum
  • Þjónusta og samskipti við gesti
  • Almenn vaktstjórn í sal
  • Fagleg þjálfun og leiðsögn starfsfólks
  • Umsjón með mönnun vakta, fríum og veikindum
  • Miðlun upplýsinga til starfsfólks og milli vakta
  • Fagleg úrlausn mála sem upp kunna að koma

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Rík þjónustulund og fagleg framkoma
  • Sveinspróf í framreiðslu er kostur
  • Góð samskipta- og skipulagshæfni
  • Frumkvæði, sjálfstæði og jákvætt viðmót
  • Snyrtimennska, stundvísi, reglusemi og jákvæðni
  • Geta til að vinna undir álagi
  • Lágmarksaldur 25 ára
  • Góð íslensku- eða ensku kunnátta
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Reynsla af veitingastörfum skilyrði

Hótel Reykjavík Grand er fjögurra stjörnu ráðstefnuhótel sem býður ferðamönnum og ráðstefnugestum upp á glæsilega aðstöðu og framúrskarandi þjónustu. Hótelið er meðal stærstu hótela landsins og er í stöðugum vexti.

Áætlað er að opna nýjar viðbætur við hótelið lok árs 2027, þar á meðal glæsilegra ráðstefnusali og veitingarýmum. Að loknum framkvæmdum mun hótelið bjóða uppá 454 hótelherbergi ásamt nýjum ráðstefnusölum.

Þetta er því kjörið tækifæri fyrir einstakling sem vill taka virkan þátt í uppbyggingu og þróun, og leitast við að vaxa og dafna í starfi.

Fullt starf.  Umsóknarfrestur: 25.08.2025

Sækja um hér.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið