Markaðurinn
Hótel Reykjavík Grand leitar að vaktstjóra í veitingadeild
Ertu að leita þér að skemmtilegri vinnu í dínamísku og alþjóðlegu umhverfi? Hótel Reykjavík Grand óska að ráða til sín vaktstjóra í veitingadeild. Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu.
Unnið er á 2-2-3 vöktum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fagleg stjórnun, skipulag og framkvæmd verkefna í veitingasölum
- Þjónusta og samskipti við gesti
- Almenn vaktstjórn í sal
- Fagleg þjálfun og leiðsögn starfsfólks
- Umsjón með mönnun vakta, fríum og veikindum
- Miðlun upplýsinga til starfsfólks og milli vakta
- Fagleg úrlausn mála sem upp kunna að koma
Menntunar- og hæfniskröfur
- Rík þjónustulund og fagleg framkoma
- Sveinspróf í framreiðslu er kostur
- Góð samskipta- og skipulagshæfni
- Frumkvæði, sjálfstæði og jákvætt viðmót
- Snyrtimennska, stundvísi, reglusemi og jákvæðni
- Geta til að vinna undir álagi
- Lágmarksaldur 25 ára
- Góð íslensku- eða ensku kunnátta
- Góð almenn tölvukunnátta
- Reynsla af veitingastörfum skilyrði
Hótel Reykjavík Grand er fjögurra stjörnu ráðstefnuhótel sem býður ferðamönnum og ráðstefnugestum upp á glæsilega aðstöðu og framúrskarandi þjónustu. Hótelið er meðal stærstu hótela landsins og er í stöðugum vexti.
Áætlað er að opna nýjar viðbætur við hótelið lok árs 2027, þar á meðal glæsilegra ráðstefnusali og veitingarýmum. Að loknum framkvæmdum mun hótelið bjóða uppá 454 hótelherbergi ásamt nýjum ráðstefnusölum.
Þetta er því kjörið tækifæri fyrir einstakling sem vill taka virkan þátt í uppbyggingu og þróun, og leitast við að vaxa og dafna í starfi.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Markaðurinn1 dagur síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði






