Freisting
Hótel Rangá ekki lengur Icelandair Hotel
Á heimasíðunni Eyjan.is er greint frá að Icelandair hefur sagt upp samstarfssamningi sínum við Hótel Rangá en aðaleigandi þess er Friðrik Pálsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landssímans og SÍF.
Friðrik staðfesti þetta í samtali við Eyjuna í dag. Það er rétt. Þeir gerðu það. Hann vill þó ekki upplýsa um ástæður riftunarinnar. Er ekki best að þeir svari því, þessir herramenn?
Samkvæmt heimildum Eyjunnar er ástæða uppsagnarinnar óánægja Icelandair með framkvæmd Friðriks og félaga á Hótel Rangá á samningnum, en þeir vilja meina að farið hafi veri allt of frjálslega með Icelandair Hotels stimpilinn. Hann hafi í óleyfi verið notaður til að leigja út gistirými sem ekki standi undir þeim kröfum sem Icelandair setji. Tekið skal fram að ekki átt við sjálft Hótel Rangá, en það þykir hið besta hótel.
Icelandair Hotels hefur því hætt að selja gistingu hjá Hótel Rangá og tengdum hótelum. Heimildarmenn Eyjunnar innan Icelandair segja óvenjulegt að svo harkalega sé tekið á samstarfsaðilum félagsins en Jón Karl Helgason, forstjóri Icelandair mun hafa komið persónulega að ákvörðuninni.
Friðrik segist ekki sáttur við þessi málalok en segir að enginn bilbugur sé á rekstraraðilum Hótel Rangár. Aðspurður hvort hann sé búinn að gera samning við annan samstarfsaðila segir hann svo ekki vera, Við bara förum aðrar leiðir í okkar markaðssetningu. Við eigum marga kosti í þeim efnum enda eigum við mörg hótel á Suðurlandi, segir Friðrik að lokum.
Greint frá á Eyjan.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Keppni1 dagur síðan
Undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna – Qualifying competition for the Best Sommelier of the Nordics