Vertu memm

Veitingarýni

Hótel Keflavík – „barinn skartar einum flottasta kampavínssjálfsala…“

Birting:

þann

Undanfarin tvö ár hafa verið frekar döpur hvað varðar tilbreytingar eins og út að borða upplifun,  en eitthvað er nú að birta til sem betur fer. Fyrir ansi marga hafa árin þessi verið bæði kvöl og  pína ásamt fjárhagslegum vandamálum en við höfum sloppið misjafnlega vel.

Um síðir birtir yfirleitt upp, sl. föstudagskvöld var mér boðið á Hótel Keflavík sem mér fannst ákaflega spennandi og sem kom mér þægilega á óvart og þá ekki bara fyrir matinn heldur einnig útlit og þjónustu.

Hótel Keflavík - Kef restaurant

Hótel Keflavík - Kef restaurant

Hótel Keflavík - Kef restaurant

Mér var sem sagt boðið og mátti ég taka með mér gest, en ég vildi helst hafa heimakonu með mér því mig langaði að heyra hennar sýn.

Við mættum snemma enda áttum við borð klukkan 18:00 svo að það var ekki úr vegi að tylla sér aðeins við barinn sem heitir Dimond Lounge & Bar áður en við fengum borðið.  Barinn er huggulegur og temmilega „ofskreyttur“ enda markmiðið að láta þér líða vel og njóta lífsins.

Hótel Keflavík - Kef restaurant

Stefanó

Það kom á óvart hversu margir voru mættir, en stemmingin var afslöppuð og þægileg og ekki eins og fólk væri mætt til að hella í sig.  Þjónustan var góð og fagleg en það var hann Stefanó frá Portúgal sem sá til þess að það vantaði aldrei í glösin hjá gestunum.

Glæsilegur kampavínssjálfsali

Hótel Keflavík - Kef restaurant

„…barinn skartar einum flottasta kampavínssjálfsala sem ég hef séð og að ég held þeim eina á landinu.“

Til gamans má geta þess að barinn skartar einum flottasta kampavínssjálfsala sem ég hef séð og að ég held þeim eina á landinu. Mér var seinna tjáð að maskínan hefði verið dýr en væri löngu búin að borga sig margfalt.

Hótel Keflavík - Kef restaurant

Jónas Már Karlsson

Jónas Már Karlsson sá um okkur þetta kvöldið og það var léttir og kom skemmtilega á óvart að hitta hann hér, en síðast unnum við saman á Hótel Sögu á meðan hún var og hét.  Jónas er fagmaður fram í fingurgóma.

Ég verð að viðurkenna að það er farið að fara verulega í mínar fínu taugar að fá óþjálfaða „þjóna“, því mér finnst þegar farið er út að borða að þá sé lágmarks krafan að fá almennilega þjónustu.

Þegar ég er tilbúinn til að eyða pening, en það geri ég þegar ég fer út, þá nenni ég ekki að fá viðvaninga á borðið, sem er því miður oft í dag.  Einhvern illaþjálfaðan krakka sem hefur hvorki áhuga eða þekkingu á að selja mér eitt né neitt.

En svo var ekki hér því Jónas veit nákvæmlega út á hvað hans starf gengur og því sinnir hann vel.

Eldhúsið í góðum höndum

Hótel Keflavík - Kef restaurant

Óli Már Erlingsson

Óli Már Erlingsson sér um eldhúsið og hefur gert í nokkurn tíma. Ég hafði komið nokkrum dögum áður og spjallað við Óla um matinn og matseðilinn en hann sagði mér að áherslan sé léttur og góður matur, hafa seðilinn tiltölulega einfaldan en spennandi samt.

Núna á næstu dögum verðu farið á stað með nýjan sumarseðil sem verður spennandi en sá gamli hefur gengið mjög vel.

Óli tjáði mér að veturinn hefði verið mjög góður, það hefði verið mikið að gera undanfarið á veitingastaðnum og árið hefði komið þeim öllum verulega á óvart.  Sem dæmi nefndi hann að  febrúar hefði verið einn besti mánuður veitingastaðarins hingað til. Og ekki hafi verið mikið um veislur enda slíkt ekki verið leyfilegt.

Veitingarýmið er sérstakt og gestir voru dálitið hingað og þangað sem virkaði skemmtilegt og aðeins öðruvísi húsnæðið er fjölbreytt og smekklega innréttað.

Hér og þar eru spennandi útskot þar sem minni hópar sátu eða eins og við í glerútiverönd sem var frábært.

Hótel Keflavík - Kef restaurant

Bruno Brinis vaktstjóri í eldhúsi og Jón Gunnar Erlingsson, matreiðslumaður og aðstoðarhótelstjóri

Ég hafði einnig hitt Jón Gunnar Erlingsson aðstoðarhótelstjóra sem hafði farið með mig í  „sætsýn“ um hótelið og ég verð að viðurkenna að smekklegheitin og fagmennskan kom mér verulega á óvart.

Ég hef svo sem ekki gert það að vana að lýsa matnum neitt nákvæmlega eða dæma hann en þetta kvöld ákváðum við að fá okkur fisk dagsins sem var þorskur og þar urðu ekki nein vonbrigði.

Flottur matur og alvöru þjónusta

Ég hef smakkað flesta rétti á seðlinum og þeir standa allir undir nafninu fullkomlega og ég hef einnig komið áður að borða bæði í hádeginu og að kvöldi til ásamt því að vera á ráðstefnu á hótelinu og það eina sem er hægt að segja að hér er fagfólk á ferð.

Ég hafði gaman að því að spyrja fylgdarkonuna mína út í það hvað henni fannst og eins og hún sagði að þá var hún algjörlega gáttuð á þessari perlu sem Keflavík hefur að geyma.

Auglýsingapláss

Hún sagði einnig „að þær samstarfskonurnar hefðu komið stundum í hádeginu og verið mjög ánægðar en á þessu átti hún ekki von á“.

Ég gæti haft þennan pistil mikið lengri og nefnt allskonar þjónustu og tilboð sem eru í gangi en það yrði bara löng lesning og mikið betra fyrir áhuga sama að fara inn á heimasíðuna sem er smekkleg og aðgengileg og skoða sjálfir úrvalið þar.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra en ég mæli eindregið með að fólk skjótist hingað „suður eftir“ og geri sér glaðan dag eða helgi.

Lifið heil

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið