Freisting
Hótel D´Angleterre valið besta hótel Danmerkur
Hótel D´Angleterre hlýtur í ár verðlaun World Travel Awards sem besta hótel Danmerkur. Er þetta í fjórða sinn sem Hótel D´Angleterre hlýtur þessi verðlaun. Þá var Royal-svíta hótelsins valin besta hótelsvíta Danmerkur.
Bestu hótel World Travel Awards eru valin í kosningu þar sem um 110 þúsund ferðaskrifstofur um allan heim taka þátt, samkvæmt fréttatilkynningu.
Hótel D´Angleterre er í eigu íslenska fjárfestingafélagsins Nordic Partners ehf. en félagið keypti nýverið öll hótel og veitingastaði Remmen-hótelkeðjunnar auk reksturs veitingastaðarins Copenhagen Corner.
Árið 2006 fékk Hótel D´Angleterre 5 stjörnur í The Michelin Guide en ekkert annað danskt hótel hefur náð þeim árangri fyrr né síðar, samkvæmt tilkynningu.
Greint frá á Mbl.is

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri