Vertu memm

Food & fun

Holtið – Food and Fun 2019

Birting:

þann

Holt Restaurant - Hótel Holt - Food and Fun 2019

Mac Buben með starfsfólki Holtsins

Ólafur Sveinn Guðmundsson matreiðslumeistari heimsækir nokkra veitingastaði sem taka þátt í Food and Fun hátíðinni næstu daga og féllst á að leyfa lesendum Veitingageirans.is að njóta þess með sér.

Holt Restaurant

Það eru ekki mörg veitingahús á Íslandi sem hafa staðist tímans tönn ásamt því að halda gæðum og standart, en það hefur Holtinu tekist vel.

Það var orðið langt síðan ég kom á Holtið síðast og það var eins og að koma aftur heim á fornar slóðir nema allt var vel við haldið og snyrtilegt. Holtið stendur alltaf fyrir sínu.

Holt Restaurant - Hótel Holt - Food and Fun 2019

Matsalurinn hefur verið minnkaður aðeins og endurbættur. Glæsileikinn er til staðar og allt er framúrskarandi huggulegt og snyrtilegt. Það er ótrúleg upplifun að koma á Holtið því þar á veggjum hanga ein fegurstu málverk sem íslenskir málarar hafa málað.

Á Holtinu er það Mac Buben sem spreytir sig á Food & Fun. Hann er ættaður frá Virginia í USA. Segja má með sanni að Buben sé alinn upp á veitingastöðum því fjölskyldan hans á tvo vinsæla staði, Vidalia og Bistro Bis.

Holt Restaurant - Hótel Holt - Food and Fun 2019

Buben er vel menntaður sem matreiðslumaður miðað við það sem gengur og gerist í Ameríku og einnig hefur hann þvælst víða um Evrópu til að ná sér í góða reynslu.

Buben býður upp á klassíska franska matargerð kryddaða með góðum áhrifum úr Suðurríkjum Bandaríkjanna sem er skemmtileg blanda og aðeins öðruvísi.

Auglýsingapláss

Það er alltaf erfitt að gera upp á milli rétta á svona matseðlum þar sem tjaldað er til mörgum frábærum brögðum en það er tvennt sem mér vera fannst verulega bragðgott og skar sig frá öðrum réttum, öðrum að ólöstuðum.

Holt Restaurant - Hótel Holt - Food and Fun 2019

Holt Restaurant - Hótel Holt - Food and Fun 2019

Holt Restaurant - Hótel Holt - Food and Fun 2019

Fyrst er það eðalbleikjan sem mér fannst vera aldeilis frábær og sérlega bragðgóð með humarsósu, hörpuskelbollu, leturhumri og Pernod froðu. Þetta er ekta sígildur réttur sem er alveg sérlega bragðgóður.

Holt Restaurant - Hótel Holt - Food and Fun 2019

Holt Restaurant - Hótel Holt - Food and Fun 2019

Hitt var síðan eftirrétturinn, Mont Blanc eða kastaníukaka- bæverskur búðingur, mandarínuhlaup með þeyttu kastaníukremi. Alveg meiriháttar bragðgott.

Holt Restaurant - Hótel Holt - Food and Fun 2019

Þjónustan var framúrskarandi góð og þægileg

Þjónustan var einnig framúrskarandi góð og þægileg og það er auðséð að það er enn gamli metnaðurinn í gangi á Holtinu.

Mæli eindregið með matnum og fyrir ykkur sem viljið prufa sígilda franska matargerð með smá Suðurríkja ævintýri þá er um að gera að panta borð tímalega.

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið