Sverrir Halldórsson
Höfnin, klassískt Íslenskt eldhús með nútíma nálgun – Veitingarýni
Einn daginn ákvað ég að bjóða móður minni í gamlan klassískan mat eins og hún hefur þekkt alla sína tíð, niðurstaðan var sú að fara á áðurnefndan stað.
Við vorum mætt fyrir opnun og fengum okkur sæti fyrir utan meðan beðið var eftir því að staðurinn yrði klár, svo opnaði þjónninn og bauð inn, vísaði á borð og kom með vatn og matseðla og spurði hvort mætti bjóða okkur eitthvað meira að drekka og voru pantaðar 2 coke light.
Við vorum nokkuð fljót að ákveða hvað við vildum snæða og kemur lýsing á því hér að neðan.
Fyrst kom:
Gamla sagði beint við Brynjar: „svona góðan rækjukokkteil hef ég ekki fengið í áraraðir“.
Alveg eins og í gamla daga, stórar rækjur, ferskar ekki marineraðar, hlutur sem ég skil ekki í landi með ferskan kaldsjávarfisk, kokteilsósa eins og fyrir tíma chillis og ristað brauð sem virðist vera fyrir neðan virðingu margra að bera fram.
Skemmtileg framsetning á lambaskanka, kröftug en afargóð karrýsósa, sýrðu gúrkurnar og sæta bragðið af bönunum tónaði vel saman, grjónin góð, en ég varð að fá smá kartöflur með til að loka dæminu.
Óvenjuleg framsetning á bollunum, þeim mun bragðbetri og heilt yfir var þetta sannkölluð lúxusmáltíð.
Er hér var komið vorum við bæði orðin pakksödd og ánægð með brosi út að eyrum.
Hvernig væri að einhverjir staðir myndu bjóða upp á Fyrsta Vetrardag eldaðan lambaskanka í djúpum disk og kjötsúpu í diskinum og byggjum til hefð að hafa þetta alltaf þann dag.
Aðrar útfærslur gætu verið, Friccasy, í baunasúpu, bourginnion, sinnepssósu og rótarmús.
Það er alltaf gott að heimsækja þau við Höfnina og er þeirra nálgun á klassík og nútíma, undantekningalaust skemmtileg og bragðgóð, hafið bestu þakkir fyrir.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt