Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Höfnin, klassískt Íslenskt eldhús með nútíma nálgun – Veitingarýni

Birting:

þann

Höfnin

Einn daginn ákvað ég að bjóða móður minni í gamlan klassískan mat eins og hún hefur þekkt alla sína tíð, niðurstaðan var sú að fara á áðurnefndan stað.

 

Við vorum mætt fyrir opnun og fengum okkur sæti fyrir utan meðan beðið var eftir því að staðurinn yrði klár, svo opnaði þjónninn og bauð inn, vísaði á borð og kom með vatn og matseðla og spurði hvort mætti bjóða okkur eitthvað meira að drekka og voru pantaðar 2 coke light.

Höfnin

Við vorum nokkuð fljót að ákveða hvað við vildum snæða og kemur lýsing á því hér að neðan.

Fyrst kom:

Höfnin

Rækjukokkteill, þessi gamli góði með úthafsrækjum, salati, sítrónu, tómat og þúsund eyja sósu
Shrimp cocktail, this good old classic with deep sea shrimps, salad, lemon, tomato and Thousand Island dressing.

Gamla sagði beint við Brynjar: „svona góðan rækjukokkteil hef ég ekki fengið í áraraðir“.

Alveg eins og í gamla daga, stórar rækjur, ferskar ekki marineraðar, hlutur sem ég skil ekki í landi með ferskan kaldsjávarfisk, kokteilsósa eins og fyrir tíma chillis og ristað brauð sem virðist vera fyrir neðan virðingu margra að bera fram.

Höfnin

„Kjöt í karrý“ Langtímaeldaður lambsskanki með soðnum hrísgrjónum, karrýsósu og sýrðum gúrkum.
„Lamb Curry“, Slow cooked lambskanks with boiled rise, curry sauce and pickled cucumbers.

Skemmtileg framsetning á lambaskanka, kröftug en afargóð karrýsósa, sýrðu gúrkurnar og sæta bragðið af bönunum tónaði vel saman, grjónin góð, en ég varð að fá smá kartöflur með til að loka dæminu.

Höfnin

Fiskibollur, steiktar með kartöflumús, hvítkáli í lauksmjöri, heilsteiktum blaðlauk og ristuðum gulrótum.
Fishballs, pan fried with potato purreé, white cabbage in onion butter, whole cooked leek an roasted carrots.

Óvenjuleg framsetning á bollunum, þeim mun bragðbetri og heilt yfir var þetta sannkölluð lúxusmáltíð.

Er hér var komið vorum við bæði orðin pakksödd og ánægð með brosi út að eyrum.

Hvernig væri að einhverjir staðir myndu bjóða upp á Fyrsta Vetrardag eldaðan lambaskanka í djúpum disk og kjötsúpu í diskinum og byggjum til hefð að hafa þetta alltaf þann dag.

Aðrar útfærslur gætu verið, Friccasy, í baunasúpu, bourginnion, sinnepssósu og rótarmús.

Það er alltaf gott að heimsækja þau við Höfnina og er þeirra nálgun á klassík og nútíma, undantekningalaust skemmtileg og bragðgóð, hafið bestu þakkir fyrir.

 

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið