Sverrir Halldórsson
Höfnin, klassískt Íslenskt eldhús með nútíma nálgun – Veitingarýni
Einn daginn ákvað ég að bjóða móður minni í gamlan klassískan mat eins og hún hefur þekkt alla sína tíð, niðurstaðan var sú að fara á áðurnefndan stað.
Við vorum mætt fyrir opnun og fengum okkur sæti fyrir utan meðan beðið var eftir því að staðurinn yrði klár, svo opnaði þjónninn og bauð inn, vísaði á borð og kom með vatn og matseðla og spurði hvort mætti bjóða okkur eitthvað meira að drekka og voru pantaðar 2 coke light.
Við vorum nokkuð fljót að ákveða hvað við vildum snæða og kemur lýsing á því hér að neðan.
Fyrst kom:
Gamla sagði beint við Brynjar: „svona góðan rækjukokkteil hef ég ekki fengið í áraraðir“.
Alveg eins og í gamla daga, stórar rækjur, ferskar ekki marineraðar, hlutur sem ég skil ekki í landi með ferskan kaldsjávarfisk, kokteilsósa eins og fyrir tíma chillis og ristað brauð sem virðist vera fyrir neðan virðingu margra að bera fram.
Skemmtileg framsetning á lambaskanka, kröftug en afargóð karrýsósa, sýrðu gúrkurnar og sæta bragðið af bönunum tónaði vel saman, grjónin góð, en ég varð að fá smá kartöflur með til að loka dæminu.
Óvenjuleg framsetning á bollunum, þeim mun bragðbetri og heilt yfir var þetta sannkölluð lúxusmáltíð.
Er hér var komið vorum við bæði orðin pakksödd og ánægð með brosi út að eyrum.
Hvernig væri að einhverjir staðir myndu bjóða upp á Fyrsta Vetrardag eldaðan lambaskanka í djúpum disk og kjötsúpu í diskinum og byggjum til hefð að hafa þetta alltaf þann dag.
Aðrar útfærslur gætu verið, Friccasy, í baunasúpu, bourginnion, sinnepssósu og rótarmús.
Það er alltaf gott að heimsækja þau við Höfnina og er þeirra nálgun á klassík og nútíma, undantekningalaust skemmtileg og bragðgóð, hafið bestu þakkir fyrir.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður