Smári Valtýr Sæbjörnsson
„Hlakka mikið til að takast á við ný og spennandi verkefni á Íslandi“
Jónas Oddur Björnsson er 28 ára matreiðslumaður, en hann er nýkominn heim til Íslands eftir að hafa starfað á virtum veitingastöðum víðsvegar um heim síðastliðinn sjö ár. Jónas lærði fræðin sín á Vox Restaurant á Hilton Nordica og útskrifaðist um jólin 2006 með hæstu einkunn í verklega. Veitingageirinn.is forvitnaðist aðeins um veitingastaðina sem hann starfaði á og hvers vegna að flytja aftur heim.
Hvað var það sem kveikti í þér að fara starfa erlendis?
Ísland er með frábæra kokka og ótrúlega flotta og fjölbreytta veitingastaði og maður var búinn að vera heppinn að vinna með frábærum meisturum. Mig langaði samt alltaf að prófa eitthvað nýtt og bæta enn meira við þekkinguna hjá mér. Mig langaði að kynnast erlendum matarhefðum og venjum en ekki síður að kynnast erlendum matreiðslumönnum til að búa til tengslanet fyrir framtíðina.
Segðu okkur aðeins frá þeim stöðum sem þú starfaðir á?
Strax eftir útskrift fékk ég vinnu hjá 1 stjörnu michelinstað í Frakklandi sem Chef de partie hjá Domaine de Clairefontaine, þar sem Friðgeir Eiríksson, núverandi yfirkokkur á Holtinu, var yfirkokkur á. Þetta var á sama tíma og hann var á leið í Bocuse d´Or og fékk ég að aðstoða hann aðeins í því, sem var mikil upplifun.
Eftir eitt ár þar bauðst mér að vera yfirkokkur í Meribel í frönsku ölpunum á Brasserí Evolution, sem var frábær reynsla fyrir mig, en þá var ég bara 21. árs.
Næst fór ég yfir til Danmerkur og vann sem Chef de partie á The Paul sem var 1 stjörnu michelinstaður í Kaupmannahöfn. Þar kynntist ég eldhúsi sem opnaði nýja vídd í matreiðslu fyrir mér. Alveg magnaður staður sem ég lærði mikið á og veitti mér mikinn innblástur í eldamennskunni.
Eftir nokkur ár hjá The Paul fannst mér kominn tími til að prófa eitthvað nýtt og réði mig sem Chef de partie á REMY. REMY er á Disney dream skemmtiferðaskipinu í eigu Walt Disney Cruise Line og er á topp fimm yfir bestu og hreinustu skemmtiferðaskipum heims. Siglt var á milli Flórída, Bahamas og smærri einkaeyja í karabíska hafinu. Sá sem hélt utan um REMY var Chef Arnaud Lallement frá 2 stjörnu michelinstaðnum l´Assiette Champenoise rétt utan Reims í Frakklandi.
Eftir ár á siglingu í karabíska hafinu hélt ég aftur yfir til Danmerkur og réði mig sem Chef de Partie hjá Grønbeck & Churchill, sem er 1 stjörnu michelinstaður í Kaupmannahöfn.
Nú síðast var ég á Krog‘s Fiskerestaurant sem Sous chef. Staðurinn er elsti fiskrétta veitingastaður í Scandinaviu og er recommended í michelin guiden.
Hvers vegna að flytja aftur til Íslands?
Maður er nú Íslendingur og þó árin úti hafi verið frábær þá saknar maður alltaf Íslands. Ég hef alltaf lagt mikið upp úr að markaðssetja Ísland, matarvenjur okkar og veitingastaði á mínum ferðalögum.
Nú eru komin 7 ár síðan ég fór og því fannst mér tímabært að koma aftur heim og eyða tíma með kærustinni, fjölskyldu og vinum. Hlakka mikið til að takast á við ný og spennandi verkefni á Íslandi. Síðan er aldrei að vita nema maður geti miðlað af þeirri reynslu og þekkingu sem maður hefur safnað að sér á þessu ferðalagi, sagði Jónas að lokum.
Meðfylgjandi myndir eru frá Jónasi og eru þær birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla