Freisting
Hjörtur Howser veitingarýnir kíkti á Tapas barinn
Hjörtur Howser kíkti á Tapas barinn og er þetta í annað sinn sem hann droppar þar inn og að þessu sinni mætti Howser seint að kveldi og fékk lipra og góða þjónustu:
Hér að neðan er svo frásögn Hjartar um Tapas barinn:
Tapas barinn, taka tvö
Skrapp á Tapas barinn í gærkvöldi. Var seint á ferð og flestir staðir búnir að loka eldhúsum sínum, en ekki þessi. Síðast þegar ég datt inn þarna prufaði ég 7 rétta óvissuferð og var sáttur en ekki meira en svo. Eftir gott samtal við ungan þjón, sem tók yfir afgreiðsluna sem stúlka heldur áhugalaus um þessa gesti sem voru að mæta á staðinn svona seint hafði byrjað á, var ákveðið að láta kokkinn ráða 5 smáréttum.
Þjónnin var vel kunnugur vínseðli hússins og gaf álit og góð ráð. Fyrir valinu varð Sonoma, Pinot Noir frá Napa dalnum í sunny California, gott vín með þessum mat, bragðmikið en létt og alls ekki frekt. Réttirnir voru skemmtilega ólíkir hver öðrum en allir ágætir.
Sístur var saltfiskur í bragðgóðri, tómatlagaðri sósu með ætiþistlum en sennilega hefur hráefnið ekki verið eins gott og það gerist best. Ætla að prófa þennan rétt aftur síðar og vona að fiskurinn sjálfur verði betri þá því sósan smakkaðist vel. Beikonvafðar döðlur og hörpuskel á spjóti er ágætur réttur og einnig nautakjöt í teriyaki marineringu. Kjúklingur á salati með Alioli var mjög góður en bestur var humarinn. Þeir Tapasmenn rista honum blóðörn og því er auðvelt að borða hann, enginn hvítlauks og olíu subbuskapur, bara stinga honum í munninn og njóta. Frábær réttur.
Umhverfi Tapas barsins er þægilegt, innréttað og skreytt í spönskum/miðjarðarhafs stíl og langur barinn setur sterkan svip á innkomuna. Innri salur er í boði og þar hef ég setið með hópi fólks á árshátíð sem var vel heppnuð.
Þjónninn þetta kvöld var kurteis og lipur og vel heima í því sem er í boði, þægilega öruggur á sínum heimavelli. Maturinn var góður og verðið sanngjarnt. Það var gaman að detta þarna inn seint á þriðjudagskvöldi.
Greint frá á heimasíðu Hjartar Howser
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar á Laugaveginum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ferskur kavíar er kominn í hús
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Wok to Walk opnar á Íslandi – Einar Örn: það er mjög spennandi að taka þátt í opnuninni hér heima ….
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ljúffengir léttkryddaðir andarleggir – fullkomin villibráð
-
Frétt4 dagar síðan
Afhendingartími eggja lengdur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vel heppnuð villibráðarveisla á Nielsen – Sólveig: veislan gekk mjög vel og bara almenn ánægja með villibráðina