Keppni
Hjartadrottningin sigraði Stykkishólmur Cocktail Weekend

Hjartadrottningin var framlag Hótel Egilsen í Stykkishólmur Cocktail Weekend 2016 sem búinn var til með heimalöguðum bláberjalíkjör og súkkulaðimyntu beint úr garðinum þeirra.
Kokteilhátíðin Stykkishólmur Cocktail Weekend var haldin nú á dögunum og eins og nafnið gefur til kynna á Stykkishólmi.
Eftirfarandi fyrirtæki tóku þátt í Stykkishólmur Cocktail Weekend 2016:
- Hótel Egilsen
- Narfeyrarstofa
- Plássið
- Seatours Iceland
- Sjávarpakkhúsið
- Skúrinn
Hægt var að kaupa kokteilana sem kepptu dagana 8. júlí – 9. júlí á hverjum stað fyrir sig og var hátíðinni svo slitið með lokapartý á Sjávarpakkhúsinu á laugardagskvöldið þar sem sigurvegarinn var krýndur. Vel valin dómnefnd fór á milli staða og smakkaði þá, grandskoðaði öll atriði.
Sigurverðlaun fyrir besta drykkinn hlaut Hótel Egilsen með Hjartadrottninguna.
Hátíðin þótti heppnast mjög vel og stefnt er að því að gera hana að árlegum viðburði.
Myndir af drykkjunum er hægt að skoða á facebook síðu: Stykkishólmur Cocktail Weekend
Mynd: Facebook / Hótel Egilsen
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Markaðurinn7 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn6 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Uppskriftir5 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Keppni7 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel19 klukkustundir síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri





