Keppni
Hjartadrottningin sigraði Stykkishólmur Cocktail Weekend

Hjartadrottningin var framlag Hótel Egilsen í Stykkishólmur Cocktail Weekend 2016 sem búinn var til með heimalöguðum bláberjalíkjör og súkkulaðimyntu beint úr garðinum þeirra.
Kokteilhátíðin Stykkishólmur Cocktail Weekend var haldin nú á dögunum og eins og nafnið gefur til kynna á Stykkishólmi.
Eftirfarandi fyrirtæki tóku þátt í Stykkishólmur Cocktail Weekend 2016:
- Hótel Egilsen
- Narfeyrarstofa
- Plássið
- Seatours Iceland
- Sjávarpakkhúsið
- Skúrinn
Hægt var að kaupa kokteilana sem kepptu dagana 8. júlí – 9. júlí á hverjum stað fyrir sig og var hátíðinni svo slitið með lokapartý á Sjávarpakkhúsinu á laugardagskvöldið þar sem sigurvegarinn var krýndur. Vel valin dómnefnd fór á milli staða og smakkaði þá, grandskoðaði öll atriði.
Sigurverðlaun fyrir besta drykkinn hlaut Hótel Egilsen með Hjartadrottninguna.
Hátíðin þótti heppnast mjög vel og stefnt er að því að gera hana að árlegum viðburði.
Myndir af drykkjunum er hægt að skoða á facebook síðu: Stykkishólmur Cocktail Weekend
Mynd: Facebook / Hótel Egilsen
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn1 dagur síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni1 dagur síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Uppskriftir1 dagur síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður





