Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Hjá Höllu semur um aðstöðu í Suðurnesjabæ

Magnús Stefánsson bæjarstjóri Suðurnesjabæjar og Halla María Svansdóttir, eigandi veitingastaðarins Hjá Höllu við undirritun
Vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast í Grindavík í kjölfar náttúruhamfara undanfarið eru mörg atvinnufyrirtæki í Grindavík að leita leiða til að halda starfsemi sinni gangandi annars staðar.
Eitt af þeim fyrirtækjum er veitingafyrirtækið Hjá Höllu, en Halla hefur undanfarið verið að leita að heppilegri aðstöðu fyrir sína starfsemi.
Sjá einnig: Halla leitar að atvinnuhúsnæði
Svo vel vill til að í Vörðunni í Sandgerði er tilbúið framleiðslueldhús, sem hefur verið lítið notað mörg undanfarin ár, að því er fram kemur í tilkynningu frá Suðurnesjabæ sem hafði samband við Höllu fyrir nokkru síðan og benti henni á þann möguleika að nýta eldhúsið fyrir sína starfsemi.
Nú hefur verið gengið frá samningi við fyrirtækið um leigu á eldhúsinu og mun starfsemi Hjá Höllu því fara fram þar. Ásamt vinnslueldhúsi mun Halla verða með afgreiðslu þar sem viðskiptavinir geta sótt sínar pantanir. Jafnframt mun Halla framleiða vörur fyrir fyrirtækja-og veisluþjónustu sína, ásamt vörum fyrir veitingastaðinn Hjá Höllu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.
Mynd: sudurnesjabaer.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt2 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni1 dagur síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni1 dagur síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður





