Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Hjá Höllu semur um aðstöðu í Suðurnesjabæ
Vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast í Grindavík í kjölfar náttúruhamfara undanfarið eru mörg atvinnufyrirtæki í Grindavík að leita leiða til að halda starfsemi sinni gangandi annars staðar.
Eitt af þeim fyrirtækjum er veitingafyrirtækið Hjá Höllu, en Halla hefur undanfarið verið að leita að heppilegri aðstöðu fyrir sína starfsemi.
Sjá einnig: Halla leitar að atvinnuhúsnæði
Svo vel vill til að í Vörðunni í Sandgerði er tilbúið framleiðslueldhús, sem hefur verið lítið notað mörg undanfarin ár, að því er fram kemur í tilkynningu frá Suðurnesjabæ sem hafði samband við Höllu fyrir nokkru síðan og benti henni á þann möguleika að nýta eldhúsið fyrir sína starfsemi.
Nú hefur verið gengið frá samningi við fyrirtækið um leigu á eldhúsinu og mun starfsemi Hjá Höllu því fara fram þar. Ásamt vinnslueldhúsi mun Halla verða með afgreiðslu þar sem viðskiptavinir geta sótt sínar pantanir. Jafnframt mun Halla framleiða vörur fyrir fyrirtækja-og veisluþjónustu sína, ásamt vörum fyrir veitingastaðinn Hjá Höllu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.
Mynd: sudurnesjabaer.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt8 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum