Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Hjá Höllu semur um aðstöðu í Suðurnesjabæ

Magnús Stefánsson bæjarstjóri Suðurnesjabæjar og Halla María Svansdóttir, eigandi veitingastaðarins Hjá Höllu við undirritun
Vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast í Grindavík í kjölfar náttúruhamfara undanfarið eru mörg atvinnufyrirtæki í Grindavík að leita leiða til að halda starfsemi sinni gangandi annars staðar.
Eitt af þeim fyrirtækjum er veitingafyrirtækið Hjá Höllu, en Halla hefur undanfarið verið að leita að heppilegri aðstöðu fyrir sína starfsemi.
Sjá einnig: Halla leitar að atvinnuhúsnæði
Svo vel vill til að í Vörðunni í Sandgerði er tilbúið framleiðslueldhús, sem hefur verið lítið notað mörg undanfarin ár, að því er fram kemur í tilkynningu frá Suðurnesjabæ sem hafði samband við Höllu fyrir nokkru síðan og benti henni á þann möguleika að nýta eldhúsið fyrir sína starfsemi.
Nú hefur verið gengið frá samningi við fyrirtækið um leigu á eldhúsinu og mun starfsemi Hjá Höllu því fara fram þar. Ásamt vinnslueldhúsi mun Halla verða með afgreiðslu þar sem viðskiptavinir geta sótt sínar pantanir. Jafnframt mun Halla framleiða vörur fyrir fyrirtækja-og veisluþjónustu sína, ásamt vörum fyrir veitingastaðinn Hjá Höllu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.
Mynd: sudurnesjabaer.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars