Íslandsmót iðn- og verkgreina
Hinrik Örn Halldórsson sigraði í Íslandsmóti Iðn-, og verkgreina og keppir í matreiðslu á Euro Skills í Póllandi
Sex keppendur tóku þátt í keppni í matreiðslu að þessu sinni á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem fram fór í Laugardalshöllinni dagana 16. – 18. mars.
Keppnin í matreiðslu var stýrt af Sigurjón Braga Geirsson sem einnig sá um að dæma eldhúsin. Honum til halds og traust í smakkdómgæslu voru Sindri Guðbrandur Sigurðsson og Ísak Darri Þorsteinsson.
Grunnhráefnið í keppninni var bleikja og hörpuskel í forrétt, lambahrygg og skanka í aðalrétt og þurftu svo keppendur að útbúa eftirrétt sem innihélt hvítt súkkulaði, mango purré og ólífuolíu. Keppendur höfðu frjálsar hendur með túlkun á öllum réttum.
Keppendur voru:
Kristín Birta Ólafsdóttir
Guðmundur Halldór Bender
Sindri Hrafn Rúnarsson
Hinrik Örn Halldórsson
Elmar Daði Sævarsson
Filip Jozefik
„Keppnin var gríðarlega hörð og stutt á milli manna í öllum sætum sem gerði keppnina ennþá meira spennandi og ljóst að framtíðin er björt fyrir matreiðslufagið.“
Sagði Sigurjón Bragi í samtali við veitingageirinn.is
Úrslit urðu eftirfarandi:
1. sæti – Hinrik Örn Halldórsson
2. sæti – Guðmundur Halldór Bender
3. sæti – Kristín Birta Ólafsdóttir
Sigurvegarinn öðlast þátttökuréttindi á Euroskills þar sem 32 lönd senda sín færustu ungmenni til að taka þátt í 43 mismunandi greinum, en keppnin verður haldin í borginni Gdańsk í Póllandi.
Hinrik Örn mun því fara til Gdańsk og keppa fyrir hönd Íslands í matreiðslu.
Eftirfarandi rétti gerði Hinrik Örn á keppnisdag sem báru sigur úr bítum.
Mótshaldarar vilja þakka öllum keppendum sem tóku þátt það stóðu sig allir með sóma og verður spennandi að sjá hvað Hinrik Örn gerir í Gdańsk.
Lesa fleiri fréttir frá Íslandsmóti iðn- og verkgreina hér.
Myndir: aðsendar / matvis.is
Myndir af réttum: Sigurjón Bragi
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti











