Markaðurinn
Hinrik nýr framkvæmdastjóri yfir nýju sviði Nóa Siríus
Hinrik Hinriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Nóa Siríus hf. Um er að ræða nýtt svið sem sett hefur verið á fót og undir heyra sölustýring, viðskiptagreining og þjónusta við viðskiptavini. Er það liður í endurskipulagningu á skipuriti fyrirtækisins sem miðar að því að auka enn frekar samhæfingu milli sviða og skilvirkni í sölu og þjónustu.
Hinrik hefur gegnt starfi markaðsstjóra innfluttra vara Nóa Siríus frá 2022 en áður var hann vörumerkjastjóri hjá Nathan og Olsen, sölustjóri hjá Ion hótelum auk þess að hafa starfað hjá Vistor og Distica.
Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, forstjóri Nóa Síríusar, segir þetta mikilvæga breytingu á þeirri vegferð að nýta þau tækifæri sem fram undan eru hjá fyrirtækinu. Reynsla Hinriks í stjórnun viðskiptasambanda muni efla sókn Nóa Síríusar og treysta enn betur samskipti og þjónustu við viðskiptavini.
„Ég hlakka til að taka við nýju hlutverki innan Nóa Síriusar. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur og skemmtilegur hópur fólks sem hefur mikinn metnað í að efla og styrkja viðskiptasambönd við okkar viðskiptavini og munum við halda áfram að veita þá úrvals þjónustu sem við erum þekkt fyrir á markaðnum,“
segir Hinrik Hinriksson.
Hinrik er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá háskólanum í Reykjavík og með BS gráðu í sálfræði frá sama skóla með markaðsfræði sem aðaláherslu. Unnusta Hinriks er Laufey Lilja Ágústsdóttir, stjórnandi hjá Veitum, og eiga þau tvö börn.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars