Markaðurinn
Hinrik Carl kennir að brýna hnífa með japanskri aðferð í samstarfi við Progastro
Matreiðslumenn, matreiðslunemar, kjötiðnaðarmenn, kjötiðnaðarnemar.
Markmið námskeiðsins er að þjálfa tækni þátttakenda í að brýna hnífa með japanskri aðferð. Farið er yfir mismunandi tegundir hnífa, egg, hörku og bit. Þátttakendur koma með eigin hnífa sem þeir brýna með steini og slípimassa þannig að þeir bíti vel og standist raksturspróf.
Unnið er með 15 – 20 cm langa hnífa og best er að nota japanska hnífa. Brýningarsteinn fylgir með námskeiðinu.
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Progastro.
HVAR OG HVENÆR
| DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
|---|---|---|---|---|
| 15.11.2024 | fös. | 15:00 | 17:00 | Hús fagfélagan Stórhöfða 31. jarðhæð í vesturenda. Eldhús. |
- Lengd: 2 klukkustundir
- Námsmat: Bitpróf
- Kennari: Hinrik Carl Ellertsson
- Staðsetning: Hús fagfélagan Stórhöfða 31. jarðhæð í vesturenda. Eldhús.
- Fullt verð: 15.000 kr.-
- Verð til aðila IÐUNNAR: 5.000 kr.-
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Markaðurinn3 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins







