Vertu memm

Freisting

Hinrik Carl á leið í heimsreisu

Birting:

þann

Hinrik Carl matreiðslumaður og vinur hans Steingrímur Kristjánsson fara í heimsreisu í hálft ár og hefst hún 15. september n.k.

Hinrik eða Hinni eins og hann er kallaður er búinn að vera vinna í allt sumar á Hótel Varmahlíð til að safna sér fyrir ferðina. Aðspurður um hvernig sumarið hefur verið á Hótel Varmahlíð, „það er búið að vera virkilega gaman hér í Varmahlíð, en ég hef verið að týna hundasúrur, sveppi, krækiber og bláber omfl., þannig að gestirnir hafa verið að fá fjölmargt beint úr náttúrunni hér úr sveit og ekki má gleyma Hólableikjunni frá Hólum, en þar er ég að fá bleikjuna spriklandi til mín á hverjum degi, sagði Hinni með bros á vör.

Hvað kostar svona heimsreisa?
Áætlaður kostnaður er rúmar 1,2 milljónir króna á mann, en það er fyrir utan hluta af farmiðakostnaði, en við erum þegar búnir að kaupa ferðirnar til Frakklands og Nepal.

Þau lönd sem þeir koma til með að ferðast til er: Frakkland, Nepal, landleiðina niður til Thailands( þ.e.a.s. í gegnum kína og niður til Vietnam og áfram þar niður til Thailands), Ástralía, Nýja Sjáland, Hawaii, San Fransico, New York og Reykjavík, en áætlaður ferðatími eins og aður sagt um 6 mánuði.

Þeir félagar byrja á því að vinna á vínekru í frakklandi sem ber heitið Pujol sem er staðsett við landamærin Spán og Frakkland og var það víndrottningin Dominique sem aðstoðaði drengjunum við að fá starf þar.

Steingrímur Kristjánsson hefur starfað í eigin rekstri í 9 ár við filmuísetningar í bíla ofl. og ætlar að venda kvæði sínu í kross og fara læra leikskólakennarann þegar heim er komið eftir hálft ár.

Auglýsingapláss

Til gamans má geta að þegar þeir félagar Hinni og Steingrímur verða í Nepal 5. nóvember, þá ætla þeir að skella sér í teygjustökk og fara í frjálsu falli niður um 160 metra ( svipuð hæð og tvær Hallgrímskirkjur) og þaðan fara þeir í 15 daga River Rafting niður Karnali ánna, en hún er talin vera sú erfiðasta og lengsta rafting á í heimi.

Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með, er bent á bloggsíðu þeirra: www.teamgorgeir.bloggar.is
 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið