Freisting
Hinn árlegi haustfagnaður Salatbarsins

Eins og undangengin ár hefur veitingamaðurinn á Salatbarnum, hann Ingvar Guðmundsson hóað saman vissum hóp fólks, til að fagna komu haustsins og þeim gnægtum sem sá árstími gefur í uppskeru á matvælum.
Í ár var tjaldað því besta sem Vestur húnversk matagerð býr yfir svo sem kjötsúpu með kjötbragði, blóðmör og lifrapylsa soðin og steikt með sykri, soðið lambakjöt, Svið, heimalöguð sviðasulta, nýrna og sveppa pottréttur, hjörtu í rjómasósu, lifur í lauksósu, einnig pönnusteikt lifur með eplum, lauk og bacon og er það eftir að Ingvar fór einu sinni til Danmerkur og sá ljósið, að það væri til meira en húnversk eldamennska, svo var kartöflumauk, rófumauk, soðnar kartöflur, jafningur og í eftirrétt var val um silkiskyr með krækiberjum eða bláberjum eða grjónagrautur með kanilsykri og rjómablandi.
|
|
|
Veitingamaðurinn hefur löngum haft gaman af að segja sögur af heimaslóð, en þó var það ræðumaður kvöldsins sem kjaftaði hann í kútinn, en þar var á ferð Séra Pálmi Matthíasson prestur en hann þjónaði í sveitinni í um fimm ár, og þær runnu upp úr honum sögurnar hver annarri skemmtilegri og passaði það vel sem hápunktur kvöldsins.
|
|
|
Í fyrra þegar ég skrifaði grein um sömu uppákomu hvatti ég veitingamenn til að gefa íslenskum mat meiri gaum og verður að segjast að þessi matur á miklu meira upp á pallborðið í dag heldur en fyrir ári síðan og er það vel, því það er ekki alltaf best það sem er hinu megin ár.
|
|
|
Myndir og texti: /Sverrir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn2 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn2 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn3 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni3 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu











