Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hindberjasnúður fyrir gott málefni
Salan á bleika brjóstasnúðnum er hafin í bakaríum Brauð & Co og stendur út þessa viku.
Líkt og síðustu ár þá rennur allur ágóði af sölu hans óskertur til styrktarfélagsins Göngum Saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini.
Þessi fallega bleiki snúður er með hindberja marsípanfyllingu, frostþurrkuðum hindberjum og hindberjasírópi.
Snúðurinn er aðeins fáanlegur dagana 6.-12. maí í bakaríum Brauð & Co eða í vefverslun hér.
“Salan fer vel af stað og erum við mjög þakklát fyrir stuðninginn. Þetta er sjöunda árið sem við gerum þessa snúða og þetta hefur alltaf orðið stærra og stærra. Allur ágóði rennur óskertur til Göngum Saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini.
Síðasti dagurinn til að fá sér snúð er á sunndaginn, en það er sjálfur mæðradagurinn. Við hvetjum alla til að koma við í bakarínu á sunnudaginn og grípa nokkra snúða og renna í kaffi til mömmu því mömmur eru bestar.“
Sagði Viðar Ottó markaðsstjóri hjá Brauð & Co.
Myndir: aðsendar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni2 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum