Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hindberjasnúður fyrir gott málefni
Salan á bleika brjóstasnúðnum er hafin í bakaríum Brauð & Co og stendur út þessa viku.
Líkt og síðustu ár þá rennur allur ágóði af sölu hans óskertur til styrktarfélagsins Göngum Saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini.
Þessi fallega bleiki snúður er með hindberja marsípanfyllingu, frostþurrkuðum hindberjum og hindberjasírópi.
Snúðurinn er aðeins fáanlegur dagana 6.-12. maí í bakaríum Brauð & Co eða í vefverslun hér.
“Salan fer vel af stað og erum við mjög þakklát fyrir stuðninginn. Þetta er sjöunda árið sem við gerum þessa snúða og þetta hefur alltaf orðið stærra og stærra. Allur ágóði rennur óskertur til Göngum Saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini.
Síðasti dagurinn til að fá sér snúð er á sunndaginn, en það er sjálfur mæðradagurinn. Við hvetjum alla til að koma við í bakarínu á sunnudaginn og grípa nokkra snúða og renna í kaffi til mömmu því mömmur eru bestar.“
Sagði Viðar Ottó markaðsstjóri hjá Brauð & Co.
Myndir: aðsendar

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Konudagstilboð