Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hindberjasnúður fyrir gott málefni
Salan á bleika brjóstasnúðnum er hafin í bakaríum Brauð & Co og stendur út þessa viku.
Líkt og síðustu ár þá rennur allur ágóði af sölu hans óskertur til styrktarfélagsins Göngum Saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini.
Þessi fallega bleiki snúður er með hindberja marsípanfyllingu, frostþurrkuðum hindberjum og hindberjasírópi.
Snúðurinn er aðeins fáanlegur dagana 6.-12. maí í bakaríum Brauð & Co eða í vefverslun hér.
“Salan fer vel af stað og erum við mjög þakklát fyrir stuðninginn. Þetta er sjöunda árið sem við gerum þessa snúða og þetta hefur alltaf orðið stærra og stærra. Allur ágóði rennur óskertur til Göngum Saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini.
Síðasti dagurinn til að fá sér snúð er á sunndaginn, en það er sjálfur mæðradagurinn. Við hvetjum alla til að koma við í bakarínu á sunnudaginn og grípa nokkra snúða og renna í kaffi til mömmu því mömmur eru bestar.“
Sagði Viðar Ottó markaðsstjóri hjá Brauð & Co.
Myndir: aðsendar
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini








