Pistlar
Hilmar B. Jónsson óskar Landsliði Kjötiðnaðarmanna innilega til hamingju með árangurinn
Mig langar til að óska Landsliði Kjötiðnaðarmanna innilega til hamingju með árangurinn á Heimsmeistarakeppninni í Bandaríkjunum.
Að taka þátt í svona keppni er mörgum sinnum meiri vinna en þeir sem ekki taka þátt geta ímyndað sér. Keppendur þurfa að eyða miklum tíma í æfingar ofaná að stunda fulla vinnu.
Að vera að taka þátt í fyrsta sinn gerir málið líka mun flóknara. Það eru tugir smáatriða sem menn þekkja ekki og eina leiðin til að læra á trixin er að vera á staðnum og sjá hvernig hinir sem eru vanir gera hlutina. Þetta þekki ég af eigin raun því ég tók þátt í fyrstu matreiðslukeppni sem Ísland tók þátt í 1978 í Bellacenter í Danmörk með 13 þjóðir.
Enn og aftur. Til hamingju og betra næst.
Hilmar B. Jónsson Matreiðslumeistari.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt2 dagar síðan
Óvænt áhrif TikTok: Heimsmarkaður glímir við pistasíuskort