Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hér er vídeó fyrir þá sem misstu af Veitingageirasnappinu á Ítalíu
Nú á dögunum voru þeir Bjarni Gunnar Kristinsson yfirmatreiðslumaður Hörpu og Georg Arnar Halldórsson yfirmatreiðslumaður Kolabrautarinnar á ferðalagi á Ítalíu ásamt mökum í sannkallaðri sælkeraferð.
Þau fóru á hátíð á Ítalíu þar sem margir af fremstu matreiðslumeisturum heims sýndu listir sínar og buðu upp á rétti frá sínum veitingastöðum, tíndu trufflur svo fátt eitt sé nefnt.
Bjarni var með Snapchat veitingageirans og mátti meðal annars sjá einkabílstjórann þeirra í byrjun ferðalagsins, en það var enginn annar en meistarinn sjálfur, Massimo Bottura eigandi Osteria Francescana besta veitingastaðar í heimi. Ekki amalegt það!
Bjarni Gunnar Kristinsson hefur sett saman myndband úr ferðinni sem er rúmlega 25 mínútur að lengd. Sjón er sögu ríkari:
Vídeó
Myndir: skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn







