Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hér er vídeó fyrir þá sem misstu af Veitingageirasnappinu á Ítalíu

Birting:

þann

Georg og Bjarni á Ítalíu 2016

Chefs life.
Georg og Bjarni sýndu snilldartakta á brimbrettunum

Nú á dögunum voru þeir Bjarni Gunnar Kristinsson yfirmatreiðslumaður Hörpu og Georg Arnar Halldórsson yfirmatreiðslumaður Kolabrautarinnar á ferðalagi á Ítalíu ásamt mökum í sannkallaðri sælkeraferð.

Þau fóru á hátíð á Ítalíu þar sem margir af fremstu matreiðslumeisturum heims sýndu listir sínar og buðu upp á rétti frá sínum veitingastöðum, tíndu trufflur svo fátt eitt sé nefnt.

Georg og Bjarni á Ítalíu 2016

Georg Arnar Halldórsson, Massimo Bottura og Bjarni Gunnar Kristinsson

Bjarni var með Snapchat veitingageirans og mátti meðal annars sjá einkabílstjórann þeirra í byrjun ferðalagsins, en það var enginn annar en meistarinn sjálfur, Massimo Bottura eigandi Osteria Francescana besta veitingastaðar í heimi.  Ekki amalegt það!

Bjarni Gunnar Kristinsson hefur sett saman myndband úr ferðinni sem er rúmlega 25 mínútur að lengd.  Sjón er sögu ríkari:

Vídeó

 

Myndir: skjáskot úr myndbandi

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið