Starfsmannavelta
Hendur í höfn í Þorlákshöfn lokar
„Sú þungbæra ákvörðun hefur verið tekin að loka Hendur í höfn. Kemur þar margt til ekki síst heimsfaraldur sl. tvö ár. Uppbyggingin á fyrirtækinu var ákaflega skemmtilegt og gefandi verkefni og velgengnin framar öllum okkar vonum.“
Svona hefst tilkynningin sem að eigendurnir Dagný Magnúsdóttir og Vignir Arnarson birta á facebook síðu staðarins.
Hendur í höfn hefur auglýst staðinn til leigu sem hægt er að lesa með því að smella hér.
Það er Dagný Magnúsdóttir sem er hugmyndasmiðurinn á bakvið Hendur í höfn og hefur hún staðið vaktina alveg frá opnun staðarins og eins í glervinnustofunni.
Staðurinn opnaði á sumardaginn fyrsta árið 2013 og varð fljótt einn vinsælasti veitingastaður Íslands.
Fljótlega varð Hendur í höfn algjörlega sprunginn og aðstæður þannig að Dagný þurfti að ákveða hvort hún ætlaði að halda áfram og ef svo þá yrði hún að flytja reksturinn í nýtt húsnæði. Úr varð að þau gerðu upp gamalt hús í hjarta bæjarins og var öll starfsemin flutt í maí 2018. Á nýja staðnum var hægt að taka á móti allt að 100 manns og aðstaðan til matargerðar og glerlistar var öll mun betri.
Sjá einnig:
Suðurströndin | Fyrri hluti | Veitingarýni: Hendur í Höfn og Tryggvaskáli
Uppfært (14.10.2021): Hendur í höfn í Þorlákshöfn lokar: „Velgengnin varð okkur að falli“
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?