Starfsmannavelta
Hendur í höfn í Þorlákshöfn lokar
„Sú þungbæra ákvörðun hefur verið tekin að loka Hendur í höfn. Kemur þar margt til ekki síst heimsfaraldur sl. tvö ár. Uppbyggingin á fyrirtækinu var ákaflega skemmtilegt og gefandi verkefni og velgengnin framar öllum okkar vonum.“
Svona hefst tilkynningin sem að eigendurnir Dagný Magnúsdóttir og Vignir Arnarson birta á facebook síðu staðarins.
Hendur í höfn hefur auglýst staðinn til leigu sem hægt er að lesa með því að smella hér.
Það er Dagný Magnúsdóttir sem er hugmyndasmiðurinn á bakvið Hendur í höfn og hefur hún staðið vaktina alveg frá opnun staðarins og eins í glervinnustofunni.
Staðurinn opnaði á sumardaginn fyrsta árið 2013 og varð fljótt einn vinsælasti veitingastaður Íslands.
Fljótlega varð Hendur í höfn algjörlega sprunginn og aðstæður þannig að Dagný þurfti að ákveða hvort hún ætlaði að halda áfram og ef svo þá yrði hún að flytja reksturinn í nýtt húsnæði. Úr varð að þau gerðu upp gamalt hús í hjarta bæjarins og var öll starfsemin flutt í maí 2018. Á nýja staðnum var hægt að taka á móti allt að 100 manns og aðstaðan til matargerðar og glerlistar var öll mun betri.
Sjá einnig:
Suðurströndin | Fyrri hluti | Veitingarýni: Hendur í Höfn og Tryggvaskáli
Uppfært (14.10.2021): Hendur í höfn í Þorlákshöfn lokar: „Velgengnin varð okkur að falli“
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast