Frétt
Helvítis kokkurinn með áríðandi tilkynningu vegna vanmerkingar
Vegna mistaka var Beikon og Brennivíns kryddsultan, úr framleiðslu Helvítis kokkinum, ekki merkt með innihaldslýsingu tveggja blandaðra innihaldsefna.
Blönduðu innihaldsefnin eru Worcestershiresósa sem inniheldur ansjósur (fiskur) og sojasósa sem inniheldur hveiti (glúten).
Varan er fullkomlega örugg til neyslu fyrir þá sem þola fisk og glúten en neytendur með óþol eða ofnæmi fyrir fisk og/eða glúten eru varaðir við að neyta vörunnar.
Tilkynningin í heild sinni:
„Góðan daginn,við vorum að fá ábendingu frá Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness varðandi vanmerkingar ofnæmisvalda á Helvítis Beikon og Brennivín kryddsultunni (mynd í viðhengi).
Þess vegna verðum við að biðja ykkur um að fjarlægja B&B kryddsultuna úr hillum sem fyrst. Við munum láta prenta nýja innihaldslýsingu eins fljótt og hægt er og í framhaldi komum við til ykkar með miða eða til að líma yfir núverandi innihaldslýsingu.
Vegna mistaka var kryddsultan ekki merkt með ítarlegri innihaldslýsingu tveggja blandaðra innihaldsefna. Blönduðu innihaldsefnin eru Worcestershiresósa sem inniheldur ansjósur (fiskur) og sojasósa sem inniheldur hveiti (glúten).
Varan er fullkomlega örugg til neyslu fyrir þá sem þola fisk og glúten en neytendur með óþol eða ofnæmi fyrir fisk og/eða glúten eru varaðir við að neyta vörunnar.
Vinsamlega sendið staðfestingu á móttöku þessa póst og ef hægt, upplýsingar um fjölda eintaka í verslun.
Takk fyrir
Kv. Helvítis teymið“
Mynd: Helvítis kokkurinn
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný
-
Keppni2 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu