Frétt
Helvítis kokkurinn með áríðandi tilkynningu vegna vanmerkingar
Vegna mistaka var Beikon og Brennivíns kryddsultan, úr framleiðslu Helvítis kokkinum, ekki merkt með innihaldslýsingu tveggja blandaðra innihaldsefna.
Blönduðu innihaldsefnin eru Worcestershiresósa sem inniheldur ansjósur (fiskur) og sojasósa sem inniheldur hveiti (glúten).
Varan er fullkomlega örugg til neyslu fyrir þá sem þola fisk og glúten en neytendur með óþol eða ofnæmi fyrir fisk og/eða glúten eru varaðir við að neyta vörunnar.
Tilkynningin í heild sinni:
„Góðan daginn,við vorum að fá ábendingu frá Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness varðandi vanmerkingar ofnæmisvalda á Helvítis Beikon og Brennivín kryddsultunni (mynd í viðhengi).
Þess vegna verðum við að biðja ykkur um að fjarlægja B&B kryddsultuna úr hillum sem fyrst. Við munum láta prenta nýja innihaldslýsingu eins fljótt og hægt er og í framhaldi komum við til ykkar með miða eða til að líma yfir núverandi innihaldslýsingu.
Vegna mistaka var kryddsultan ekki merkt með ítarlegri innihaldslýsingu tveggja blandaðra innihaldsefna. Blönduðu innihaldsefnin eru Worcestershiresósa sem inniheldur ansjósur (fiskur) og sojasósa sem inniheldur hveiti (glúten).
Varan er fullkomlega örugg til neyslu fyrir þá sem þola fisk og glúten en neytendur með óþol eða ofnæmi fyrir fisk og/eða glúten eru varaðir við að neyta vörunnar.
Vinsamlega sendið staðfestingu á móttöku þessa póst og ef hægt, upplýsingar um fjölda eintaka í verslun.
Takk fyrir
Kv. Helvítis teymið“
Mynd: Helvítis kokkurinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






