Frétt
Helvítis kokkurinn með áríðandi tilkynningu vegna vanmerkingar
Vegna mistaka var Beikon og Brennivíns kryddsultan, úr framleiðslu Helvítis kokkinum, ekki merkt með innihaldslýsingu tveggja blandaðra innihaldsefna.
Blönduðu innihaldsefnin eru Worcestershiresósa sem inniheldur ansjósur (fiskur) og sojasósa sem inniheldur hveiti (glúten).
Varan er fullkomlega örugg til neyslu fyrir þá sem þola fisk og glúten en neytendur með óþol eða ofnæmi fyrir fisk og/eða glúten eru varaðir við að neyta vörunnar.
Tilkynningin í heild sinni:
„Góðan daginn,við vorum að fá ábendingu frá Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness varðandi vanmerkingar ofnæmisvalda á Helvítis Beikon og Brennivín kryddsultunni (mynd í viðhengi).
Þess vegna verðum við að biðja ykkur um að fjarlægja B&B kryddsultuna úr hillum sem fyrst. Við munum láta prenta nýja innihaldslýsingu eins fljótt og hægt er og í framhaldi komum við til ykkar með miða eða til að líma yfir núverandi innihaldslýsingu.
Vegna mistaka var kryddsultan ekki merkt með ítarlegri innihaldslýsingu tveggja blandaðra innihaldsefna. Blönduðu innihaldsefnin eru Worcestershiresósa sem inniheldur ansjósur (fiskur) og sojasósa sem inniheldur hveiti (glúten).
Varan er fullkomlega örugg til neyslu fyrir þá sem þola fisk og glúten en neytendur með óþol eða ofnæmi fyrir fisk og/eða glúten eru varaðir við að neyta vörunnar.
Vinsamlega sendið staðfestingu á móttöku þessa póst og ef hægt, upplýsingar um fjölda eintaka í verslun.
Takk fyrir
Kv. Helvítis teymið“
Mynd: Helvítis kokkurinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu






