Frétt
Heitasta Steikhúsið í London í dag Maze Grill
Enn og aftur hefur Gordon Ramsey tekist að fá hrós fyrir opnun á nýjum stað. Staðurinn er staðsettur á 10 13 Grosvenor Square www.gordonramsey.com í London ekki langt frá Oxfrd Street.
Chefinn á Maze Grill er Jason Atherton, en hann hefur unnið mikið fyrir Gordoninn sem og verið í vinnu á El Bulli á Spáni, þannig að þarna fer maður sem kann sitthvað fyrir sér.
Það sem mér fannst athyglisvert á matseðlinum var úrval á mismunandi kjöti svo sem Hereford, Chesterbrigde, Aberdeen Creakstone Usa og Wagyu ´9 grade ´Gold style allt mismunandi gamalt, nú þegar hægt er að fá naut frá nokkrum löndum hér á Íslandi væri nú gaman að steikhúsin byðu upp á íslenskt og erlent naut á matseðli en ekki eins og er í dag að þá er allt naut orðið íslenskt þegar það er komið á diskinn.
Gagnrýnandi Guardian Jay Rayner ( www.lifeandhelth.guardian.co.uk ) heldur varla vatni yfir ánægju sinni og sama má segja um Richard Vines gagnrýnandi Bloomberg ( www.bloomberg,com ) það er eins og þessir menn hafi ekki fengið ætan mat í langan tíma.
Hef heyrt að fyrrverandi forseti KM sé að plana pílagrímsferð til London til að snæða hjá vini sínum á Maze Grill , hvar bókar maður sig ?
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Keppni1 dagur síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro