Vín, drykkir og keppni
Heimsmeistaramót barþjóna | Bruno og Stefán keppa fyrir Íslands hönd
Nú fer fram Heimsmeistaramót barþjóna í Sofíu í Búlgaríu dagana 12. október til 15. október, keppendur eru 105 frá 57 löndum. Ísland á tvo fulltrúa í keppninni, en það eru þeir Stefán Ingi Guðmundsson sem keppir í After dinner cocktail með drykkinn honey coco og Bruno Falcao sem keppir í Flair með drykkinn caribbean dream.
Keppt er í sex riðlum sem eru: Before Dinner Cocktail, Sparkling Cocktail, Fancy Cocktail, Longdrink, After Dinner Cocktail, Flair Competition.
Vinningshafar hvers riðils keppa síðan til úrslita um cocktail ársins.
Bruno byrjar keppnina fyrir okkar hönd á morgun mánudag og eru beinar útsendingar frá keppninni hér sem hefst klukkan 07:00 á íslenskum tíma. Stefán Ingi mun síðan keppa á þriðjudaginn og byrjar hans riðill klukkan 11:00 á íslenskum tíma.
Einnig er hægt að fylgjast með á facebook síðunni Reykjavík cocktail weekend og á snapchat undir RCW.is
Drykkur Stefáns – Honey coco
- 4 cl Jim Beam
- 1,5 cl Finest Call premium Raspberry puree Mix
- 1 cl De Kuyper sour rhubarb
- 2 cl De Kuyper coconut
- 1 dash fresh lime juice
Drykkur Bruno – Caribbean Drem
- 4 cl Havana Club 3ára
- 3 cl De Kuyper coconut
- 3 cl Routin 1883 passion fruit
- 9 cl Pineapple juice
Myndir: skjáskot úr Snapchat RCW.is
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn5 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var