Vín, drykkir og keppni
Heimsmeistaramót barþjóna | Bruno og Stefán keppa fyrir Íslands hönd
Nú fer fram Heimsmeistaramót barþjóna í Sofíu í Búlgaríu dagana 12. október til 15. október, keppendur eru 105 frá 57 löndum. Ísland á tvo fulltrúa í keppninni, en það eru þeir Stefán Ingi Guðmundsson sem keppir í After dinner cocktail með drykkinn honey coco og Bruno Falcao sem keppir í Flair með drykkinn caribbean dream.
Keppt er í sex riðlum sem eru: Before Dinner Cocktail, Sparkling Cocktail, Fancy Cocktail, Longdrink, After Dinner Cocktail, Flair Competition.
Vinningshafar hvers riðils keppa síðan til úrslita um cocktail ársins.
Bruno byrjar keppnina fyrir okkar hönd á morgun mánudag og eru beinar útsendingar frá keppninni hér sem hefst klukkan 07:00 á íslenskum tíma. Stefán Ingi mun síðan keppa á þriðjudaginn og byrjar hans riðill klukkan 11:00 á íslenskum tíma.
Einnig er hægt að fylgjast með á facebook síðunni Reykjavík cocktail weekend og á snapchat undir RCW.is
Drykkur Stefáns – Honey coco
- 4 cl Jim Beam
- 1,5 cl Finest Call premium Raspberry puree Mix
- 1 cl De Kuyper sour rhubarb
- 2 cl De Kuyper coconut
- 1 dash fresh lime juice
Drykkur Bruno – Caribbean Drem
- 4 cl Havana Club 3ára
- 3 cl De Kuyper coconut
- 3 cl Routin 1883 passion fruit
- 9 cl Pineapple juice
Myndir: skjáskot úr Snapchat RCW.is

-
Frétt5 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Keppni1 dagur síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu