Freisting
Heimferðin
Upp úr hádeginu var tekin sú ákvörðun að ég tæki rútu til Frankfurt og valdi ég að fara með rútunni kl. 17:00. Var því pakkað niður og haldið niður á BSÍ (Florence) þeirra Pragbúa. Áætlaður ferðatími á bilinu 8 til 9 tímar.
Á leiðinni út úr Prag keyrðum við fram hjá Fótboltavelli Spartak Prag, en hann heitir því göfuga nafni Toyota Arena, þá datt mér Varði í hug, hann ætti að tala við forstjórann og stinga upp á að skipta um nafn á fótboltavellinum í Eyjum, hann er jú þaðan, að í staðinn fyrir Hásteinsvöll kæmi LexusArena. Þetta er miklu þjálla nafn. Ferðin gekk vel að landamærunum, en þar var löng bið sem þó tók enda eins og annað og næsti viðkomustaður var Nuernberg. Skaut ég því að bílstjórunum, en þeir eru yfirleitt 2 á hverjum bíl hvort ekki væri lag og taka einn hring á formúlu brautinni því það væru svo fáir í bílnum, ekki voru þeir sammála mér og voru hálfhneysklaðir, en það skal tekið fram að við vorum á 15 metra löngum bíl með 3 hásingum með sæti fyrir 72 farþega.( www.bei.cz ).
Áfram var ekið og viti menn þegar ekið var inn í Nuernburg byrjaði þessi rosa flugeldasýning, alveg meiriháttar og varð mér á orði við bílstjórana að það ég hefði ekki tekið það svo stynnt upp þó svo að þeir hafi ekki viljað taka hring á formúlu-brautinni að það hefði þurft að blása til flugeldasýningar til að mýkja mig og brostu þeir aftur á hnakka og hlógu dátt.
Fyrr um daginn höfðum við Þórir farið inn á netið til að leita að hóteli og endað á Center Plaza Hótel Frankfurt, 4 stjörnu og í 100 metra fjærlægð frá Aðaljárnbrautarstöðinni, þar sem rútan myndi stoppa. það var virkilega gott að komast inn á herbergið um 02 um nóttina eftir 9 tíma ferð og farið beint í koju.
Hótelið var 3 mánaða gamalt, mjög snyrtilegt og fín herbergi og eftir morgunmat var haldið út til að skoða Frankfurt. Þegar ég labbaði fyrir hornið sveif að mér kona og bauð upp á súludans og svaraði ég því til að það væri helst til snemma þar sem klukkan var rétt um 10 leytið að morgni. En þið fyrirgefið mér að ég gleymdi að biðja hana um e-mailið. Fyrsti staður til að skoða var The Maintower ( www.maintower.de ) sem er 200 metra hár og er útsýnispallur undir berum himni á þaki turnsins.
En þótt ég sé lofthræddur að eðlisfari, þá er eitt af mínum áhugamálum háar byggingar. Mjög gaman var upp á þaki, heiðskírt og yfir 20 stiga hiti. Þegar þessari skoðun var lokið var tími til að huga að næringu, en án hennar lifi ég víst ekki (sem betur fer) og ákveðið að sækja heim í hádegismat Radissonsas Frankfurt ( www.radissonsas.com ), en þetta hótel er auglýst sem stórbrotnasta hótelbygging Þýskalands og vissulega er hún það að utan en heldur kuldaleg að innan. Settist inn á restaurantinn Gaia sem gefur sig út fyrir Miðjarðarhafs-eldamennsku og fann maður að þar kunnu menn til verka. Síðan var haldið niður í bæ og rölt um verslunargötur og upp á hótel í smá slökun.
Í kvöldmat ætlaði ég að fara á Arabella Sheraton Grand Hotel ( www.arabellasheraton.com ). Í Lobbýinu eru 8 fornbílar til sýnis sem kanski gefur til kynna stærðina á lobbýinu, fór þar á veitingastað sem heitir Penisula og fann maður strax fyrir ameríkuseringunni í matnum miðað við það sem borðað var í hádeginu, en prýðisgott. Heim í koju, því kl 14:00 skyldi flogið til eyjunnar út í ballarhafi Íslands. Og lýkur hér með frásögn frá þessari ferð. Vona menn hafi haft gaman af og stokkið bros á vör einstaka sinnum, því ef svo er hefur tilgangi með þessum skrifum verið náð.
Kveðja Sverrir
Greint frá heimasíðu KM
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni21 klukkustund síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati