Uppskriftir
Heimatilbúinn grillborgari
Höfundur meðfylgjandi uppskriftar er Daníel Pétur Baldursson matreiðslumaður. Daníel lærði fræðin sín á Hilton Reykjavík Nordica og útskrifaðist þaðan árið 2009. Eftir útskrift þróaði Daníel hæfileika sína á Vocal restaurant, Sigló Hótel og fleiri stöðum. Í dag starfar Daníel sem matreiðslumaður á veitingastaðnum Torginu á Siglufirði, en hann er jafnframt eigandi staðarins.
Aðalréttur fyrir fjóra.
800 gr ungnautahakk
3 tsk hvítlauksduft
3 tsk paprikuduft
2 tsk timjan (þurrkað)
2-3 msk worchestersósa
4 stk rösti kartöflur
beikonsmurostur
kál (t.d. iceberg/jöklasalat)
tómatar
súrar gúrkur
tómatsósa
Kofoed´s sinnep
wasabi mayonnaise
4 hamborgarabrauð
Aðferð:
Blandið öllum þurrkryddunum saman við hakkið ásamt worchestersósunni og skiptið í fjóra 200 gr. hamborgara. Grillið borgarana og rösti kartöfluna og smyrjið beikonostinum á í lokin.
Raðið svo hamborgurunum saman. Athugið að áleggið og sósur sem nefndar eru í uppskriftinni eru einvörðungu hugmynd því hægt er að setja hvað sem hugurinn girnist á hamborgarana, beikon, egg ofl.
Myndir: Smári / Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Keppni1 dagur síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins







