Uppskriftir
Heimatilbúinn grillborgari
Höfundur meðfylgjandi uppskriftar er Daníel Pétur Baldursson matreiðslumaður. Daníel lærði fræðin sín á Hilton Reykjavík Nordica og útskrifaðist þaðan árið 2009. Eftir útskrift þróaði Daníel hæfileika sína á Vocal restaurant, Sigló Hótel og fleiri stöðum. Í dag starfar Daníel sem matreiðslumaður á veitingastaðnum Torginu á Siglufirði, en hann er jafnframt eigandi staðarins.
Aðalréttur fyrir fjóra.
800 gr ungnautahakk
3 tsk hvítlauksduft
3 tsk paprikuduft
2 tsk timjan (þurrkað)
2-3 msk worchestersósa
4 stk rösti kartöflur
beikonsmurostur
kál (t.d. iceberg/jöklasalat)
tómatar
súrar gúrkur
tómatsósa
Kofoed´s sinnep
wasabi mayonnaise
4 hamborgarabrauð
Aðferð:
Blandið öllum þurrkryddunum saman við hakkið ásamt worchestersósunni og skiptið í fjóra 200 gr. hamborgara. Grillið borgarana og rösti kartöfluna og smyrjið beikonostinum á í lokin.
Raðið svo hamborgurunum saman. Athugið að áleggið og sósur sem nefndar eru í uppskriftinni eru einvörðungu hugmynd því hægt er að setja hvað sem hugurinn girnist á hamborgarana, beikon, egg ofl.
Myndir: Smári / Veitingageirinn.is
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Food & fun17 klukkustundir síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger