Uppskriftir
Heimatilbúinn grillborgari
Höfundur meðfylgjandi uppskriftar er Daníel Pétur Baldursson matreiðslumaður. Daníel lærði fræðin sín á Hilton Reykjavík Nordica og útskrifaðist þaðan árið 2009. Eftir útskrift þróaði Daníel hæfileika sína á Vocal restaurant, Sigló Hótel og fleiri stöðum. Í dag starfar Daníel sem matreiðslumaður á veitingastaðnum Torginu á Siglufirði, en hann er jafnframt eigandi staðarins.
Aðalréttur fyrir fjóra.
800 gr ungnautahakk
3 tsk hvítlauksduft
3 tsk paprikuduft
2 tsk timjan (þurrkað)
2-3 msk worchestersósa
4 stk rösti kartöflur
beikonsmurostur
kál (t.d. iceberg/jöklasalat)
tómatar
súrar gúrkur
tómatsósa
Kofoed´s sinnep
wasabi mayonnaise
4 hamborgarabrauð
Aðferð:
Blandið öllum þurrkryddunum saman við hakkið ásamt worchestersósunni og skiptið í fjóra 200 gr. hamborgara. Grillið borgarana og rösti kartöfluna og smyrjið beikonostinum á í lokin.
Raðið svo hamborgurunum saman. Athugið að áleggið og sósur sem nefndar eru í uppskriftinni eru einvörðungu hugmynd því hægt er að setja hvað sem hugurinn girnist á hamborgarana, beikon, egg ofl.
Myndir: Smári / Veitingageirinn.is

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift