Markaðurinn
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
Það er hefð á mörgum heimilum að útbúa ís fyrir jólin. Margir halda sig við sömu uppskriftina sem hefur gengið í erfðir kynslóðanna á milli en aðrir vilja prófa eitthvað nýtt á hverju ári. Sama hvorum hópnum fólk tilheyrir er mikilvægt að eftirrétturinn henti öllum á heimilinu og þessi jólaís er tilvalinn fyrir alla fjölskylduna.
Hann er ótrúlega léttur í sér og piparkökurnar og hvítt súkkulaðið passar sérstaklega vel saman. Aðferðin við ísgerðina gerir það að verkum að hann er eins léttur í sér og raun ber vitni. Eggjahvíturnar eru notaðar líka en þær eru stífþeyttar og svo blandað varlega saman við ísblönduna.
Þennan verðið þið bara að prófa!
Innihald:
3 egg, aðskilin
50 g sykur
100 g hvítt súkkulaði
300 g rjómi frá Gott í matinn
150 g muldar piparkökur
Aðferð:
- Aðskilið eggin, setjið rauðurnar í skál ásamt sykri. Setið hvíturnar í aðra.
- Bræðið hvíta súkkulaðið í vatnsbaði. Takið af hitanum um leið og það er bráðið og látið mesta hitann rjúka úr. Hvítt súkkulaði bráðnar við vægan hita svo varist að hafa of heitt undir.
- Þeytið eggin og rauðurnar mjög vel eða þar til mjög létt og ljóst.
- Stífþeytið þá rjómann í einni skál og þeytið hvíturnar í annarri þar til þær eru orðnar alveg stífar og hægt að hvolfa skálinni án þess að þær leki úr.
- Blandið hvíta súkkulaðinu við rauðurnar með sleikju. Blandið þá rjómanum saman við með sleikjunni.
- Blandið því næst þeyttu eggjahvítunum varlega saman við.
- Myljið piparkökurnar, ég setti þær í rennilásapoka og rúllaði yfir með kökukefli. Gott að hafa stærri bita með.
- Blandið piparkökunum saman við að síðustu með sleikjunni. Setjið ísinn í litlar skálar eða eitt stórt form og frystið í að minnsta kosti 12 tíma.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Frétt24 klukkustundir síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða