Viðtöl, örfréttir & frumraun
Heilgrillaði lambaskrokka á Goslokahátíðinni
Það var margt um manninn í Vestmannaeyjum nú um helgina 1.-.4. júlí, en þar fór fram Goslokahátíðin fræga og miklu hefur verið kostað og vandað til fyrir hátíðina.
Dagskrá goslokahátíðar var metnaðarfull og fjölbreytt að vanda. Í boði var fjölbreytt barnadagskrá, listsýningar og aðrir viðburðir.
Ölstofa The Brothers Brewery bauð upp á skemmtilegt bingó og að sjálfsögðu bjór úr framleiðslu þeirra.
Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari var á meðal þeirra sem bauð upp á stórskemmtilegan viðburð, þar sem hann heilgrillaði lamb, penslaði það með rabbabara BBQ, og bauð upp á lambasamloku af grillinu með vel kryddaðri skyr sósu og salat úr hundasúrum, eplum og klettasalati.
Látum frétt fyrir 12 árum síðan fylgja með, þegar Einsi kaldi heilgrillaði naut á hátíðinni:
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn3 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa