Frétt
Hefur þú starfað á Horninu? Þá er þessi facebook hópur fyrir þig
![Veitingahúsið Hornið](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/05/hornid-2.jpg)
Þessa mynd deildi yfirmatreiðslumeistari Hornsins, Ólöf Jakobsdóttir dóttir þeirra hjóna Jakobs og Valgerðar, í facebook hópinn.
Mynd þessi var tekin í kringum árið 1989.
Stofnaður hefur verið facebook hópur fyrir starfsfólk sem starfað hefur á veitingastaðnum Hornið við Hafnarstræti 15 í Reykjavík.
Tilefnið er stórafmæli hjá Horninu en staðurinn opnaði fyrst dyrnar 23. júlí árið 1979 og er undirbúningur nú þegar hafinn fyrir heljarins afmælisveislu sem haldin verður á næsta ári þegar Hornið verður 40 ára.
Sömu eigendur hafa verið frá upphafi en það eru þau hjónin Jakob Hörður Magnússon og Valgerður Jóhannsdóttir.
Matseðill Hornsins hefur ekki breyst mikið gegnum árin. Í byrjun fannst landsmönnum matreiðslustíllinn ítalski heldur nýstárlegur við tilkomu staðarins, enda fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem bauð upp á pizzur sem voru bakaðar beint fyrir framan gestina.
Hornið hefur ávallt verið einn vinsælasti veitingastaður á Íslandi enda er staðurinn þekktur fyrir góðan mat og þjónustu.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit