Frétt
Hefur þú starfað á Horninu? Þá er þessi facebook hópur fyrir þig

Þessa mynd deildi yfirmatreiðslumeistari Hornsins, Ólöf Jakobsdóttir dóttir þeirra hjóna Jakobs og Valgerðar, í facebook hópinn.
Mynd þessi var tekin í kringum árið 1989.
Stofnaður hefur verið facebook hópur fyrir starfsfólk sem starfað hefur á veitingastaðnum Hornið við Hafnarstræti 15 í Reykjavík.
Tilefnið er stórafmæli hjá Horninu en staðurinn opnaði fyrst dyrnar 23. júlí árið 1979 og er undirbúningur nú þegar hafinn fyrir heljarins afmælisveislu sem haldin verður á næsta ári þegar Hornið verður 40 ára.
Sömu eigendur hafa verið frá upphafi en það eru þau hjónin Jakob Hörður Magnússon og Valgerður Jóhannsdóttir.
Matseðill Hornsins hefur ekki breyst mikið gegnum árin. Í byrjun fannst landsmönnum matreiðslustíllinn ítalski heldur nýstárlegur við tilkomu staðarins, enda fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem bauð upp á pizzur sem voru bakaðar beint fyrir framan gestina.
Hornið hefur ávallt verið einn vinsælasti veitingastaður á Íslandi enda er staðurinn þekktur fyrir góðan mat og þjónustu.
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðanMest lesnu fréttir ársins 2025





