Frétt
Hefur þú starfað á Horninu? Þá er þessi facebook hópur fyrir þig
Stofnaður hefur verið facebook hópur fyrir starfsfólk sem starfað hefur á veitingastaðnum Hornið við Hafnarstræti 15 í Reykjavík.
Tilefnið er stórafmæli hjá Horninu en staðurinn opnaði fyrst dyrnar 23. júlí árið 1979 og er undirbúningur nú þegar hafinn fyrir heljarins afmælisveislu sem haldin verður á næsta ári þegar Hornið verður 40 ára.
Sömu eigendur hafa verið frá upphafi en það eru þau hjónin Jakob Hörður Magnússon og Valgerður Jóhannsdóttir.
Matseðill Hornsins hefur ekki breyst mikið gegnum árin. Í byrjun fannst landsmönnum matreiðslustíllinn ítalski heldur nýstárlegur við tilkomu staðarins, enda fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem bauð upp á pizzur sem voru bakaðar beint fyrir framan gestina.
Hornið hefur ávallt verið einn vinsælasti veitingastaður á Íslandi enda er staðurinn þekktur fyrir góðan mat og þjónustu.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Keppni4 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Myndir frá Stóreldhússýningunni 2024