Uncategorized
Haustdagskrá vínþjónasamtakanna
Nú fer að líða að því að haustdagskrá vínþjónasamtakanna verði kynnt og er í henni ýmislegt mjög áhugavert. Gerður hefur verið samstarfssamnigur við Hilton Reykjavík Nordica og koma öll námskeið til með að fara fram þar og fögnum við því mjög.
Stefnan er að hafa námskeið alltaf fyrsta sunnudag í hverjum mánuði og hefjum við dagskrána með pompi og pragt þann 7. September.
Á fyrsta námskeiðinu sem ber heitið; „að taka þátt í vínþjónakeppni“ verður farið í gegn um allt sem fer fram í vínþjónakeppnum og þáttakenduum gefinn kostur á því að spreyta sig á stuttu prófi auk þess sem farið verður í gegnum blindsmakk og verklega hluta.
Þetta námskeið er hugsað fyrir alla þá sem eru forvitnir um það hvernig svona keppnir fara fram og ekki síst sem undirbúningur fyrir keppnina um Vínþjón Íslands sem fram fer í byrjun Oktober. Námskeiðið er sem fyrr segir opið öllum þeim sem hafa áhuga þó þeir séu ekki skráðir félagar í samtökin.
Nánari haustdagskrá verður síðan kynnt á næstu vikum.
Með von um að sjá sem allra flesta,
Ólafur Örn Ólafsson
Forseti Vínþjónasamtaka Íslands
Mynd: Vox.is
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu