Uncategorized
Haustdagskrá vínþjónasamtakanna

Nú fer að líða að því að haustdagskrá vínþjónasamtakanna verði kynnt og er í henni ýmislegt mjög áhugavert. Gerður hefur verið samstarfssamnigur við Hilton Reykjavík Nordica og koma öll námskeið til með að fara fram þar og fögnum við því mjög.
Stefnan er að hafa námskeið alltaf fyrsta sunnudag í hverjum mánuði og hefjum við dagskrána með pompi og pragt þann 7. September.
Á fyrsta námskeiðinu sem ber heitið; „að taka þátt í vínþjónakeppni“ verður farið í gegn um allt sem fer fram í vínþjónakeppnum og þáttakenduum gefinn kostur á því að spreyta sig á stuttu prófi auk þess sem farið verður í gegnum blindsmakk og verklega hluta.
Þetta námskeið er hugsað fyrir alla þá sem eru forvitnir um það hvernig svona keppnir fara fram og ekki síst sem undirbúningur fyrir keppnina um Vínþjón Íslands sem fram fer í byrjun Oktober. Námskeiðið er sem fyrr segir opið öllum þeim sem hafa áhuga þó þeir séu ekki skráðir félagar í samtökin.
Nánari haustdagskrá verður síðan kynnt á næstu vikum.
Með von um að sjá sem allra flesta,
Ólafur Örn Ólafsson
Forseti Vínþjónasamtaka Íslands
Mynd: Vox.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Pistlar7 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu





