Uncategorized
Haustdagskrá vínþjónasamtakanna
Nú fer að líða að því að haustdagskrá vínþjónasamtakanna verði kynnt og er í henni ýmislegt mjög áhugavert. Gerður hefur verið samstarfssamnigur við Hilton Reykjavík Nordica og koma öll námskeið til með að fara fram þar og fögnum við því mjög.
Stefnan er að hafa námskeið alltaf fyrsta sunnudag í hverjum mánuði og hefjum við dagskrána með pompi og pragt þann 7. September.
Á fyrsta námskeiðinu sem ber heitið; „að taka þátt í vínþjónakeppni“ verður farið í gegn um allt sem fer fram í vínþjónakeppnum og þáttakenduum gefinn kostur á því að spreyta sig á stuttu prófi auk þess sem farið verður í gegnum blindsmakk og verklega hluta.
Þetta námskeið er hugsað fyrir alla þá sem eru forvitnir um það hvernig svona keppnir fara fram og ekki síst sem undirbúningur fyrir keppnina um Vínþjón Íslands sem fram fer í byrjun Oktober. Námskeiðið er sem fyrr segir opið öllum þeim sem hafa áhuga þó þeir séu ekki skráðir félagar í samtökin.
Nánari haustdagskrá verður síðan kynnt á næstu vikum.
Með von um að sjá sem allra flesta,
Ólafur Örn Ólafsson
Forseti Vínþjónasamtaka Íslands
Mynd: Vox.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta