Frétt
Haukur gerður að heiðursfélaga samtaka veitingahúsaeigenda í Bandaríkjunum
Nú á dögunum var Haukur Ólafsson gerður að heiðursfélaga samtaka veitingahúsaeigenda Hospitality and Restaurant Hall of Fame í Omaha Nebraska í Bandaríkjunum. Samtökin heiðra nokkra aðila árlega sem hafa staðið sig vel í að þjóna Omaha markaðnum í veitingageiranum.
Byrjuðu með ísskáp og frystikistu
Haukur og eiginkona hans Björg Friðriksdóttir reka fyrirtækið H. Olafsson sem þau stofnuðu í lok árs 1995 í Omaha Nebraska. Margir hverjir muna eftir þeim hér á árunum áður en þau ráku heildsölu/innflutnings fyrirtæki við góðan orðstír sem síðar var selt til Ó. Johnson & Kaaber.
Haukur og Björg byrjuðu smátt, eða í íbúð þeirra í Omaha með ísskáp og frystikistu og fluttu síðan í leiguhúsnæði sem þau síðan keyptu fyrir um 6 árum, og eru þar nú.
Fyrirtækið er staðsett við 2901 Harney götu:
Þó að Haukur sé ekki lærður matreiðslumaður þá hefur hann alltaf haft mikla ástríðu fyrir matargerð. Fyrirtæki þeirra hjóna flytur inn vandaðar vörur frá Evrópu til að mynda osta, kavíar, þurrkaðar skinkur, súkkulaði, en hægt er að sjá nánai upplýsingar á heimasíðu þeirra á vefslóðinni www.olafssonspecialtyfoods.com sem þjónar einungis kokkum í Omaha.
Björg hefur mikla reynslu í eftirréttamálum og heldur fyrirtækið sýnikennslu í sérhönnuðu eldhúsi í vöruhúsi H. Olafsson þar sem Omaha kokkum eru sýndar ýmsar nýjungar og leiðir til að nota það fjölbreytta vöruúrval sem fyrirtækið býður upp á. Til gamans má geta þess að fyrirtækið hefur fengið þekkta kokka/pastry chefs í sýnikennslu og einnig fjölmarga nemendur frá matreiðsluskólanum Metropolitan Community College/Institute for the Culinary Arts.
Myndir: aðsendar
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar2 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Keppni4 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 klukkustundir síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu











