Neminn
Hár í þynnkuborgaranum
Ég hringdi í Jóhannes kl. 14:49, „sæll Jói! Ertu vaknaður?“
„Urrg….já…“
-„eigum við að klára þetta dæmi núna og fá okkur burger og bjór í leiðinni?“
-„jhámm“
-„ég sæki þig þá eftir hálftíma“
-„okbæ“
Svo tók það mig 45 min að komast heim til hans útaf kvennafrídeginum (hann býr í miðbænum). Við sáum að við myndum aldrei komast á Póstbarinn góða útaf umferðinni þannig að við ákváðum að fara á annan bar og klára dæmið sem við þurftum að klára í dag.
Pöntuðum okkur tvo borgara og bjór með. Eftir nokkra bita dregur Jói langt hár úr borgaranum hans. Við lítum báðir og hvorn annan og ég hræki úr mér hálf tuggna bitanum. Ég kalla á þjóninn, sem er ungur strákur, og Jói spyr hvort hann þurfi að borga aukalega fyrir hárið. Þjónninn rekur upp stór augu og segir „á ég ekki bara að taka diskinn“ og fer með hann inn í eldhús. Það skrýtna er að hann labbar út úr eldhúsinu eins og ekkert hafi gerst! Eftir nokkrar mínútur kalla ég á þjóninn og spyr hvort þetta sé venjan þegar hár finnst. Hann segir nei og ég bið um að fá að tala við yfirmanninn hans. Í stað þess að ná í yfirmanninn kemur strákurinn til baka og segir „hann (yfirmaðurinn) segir að þú (Jói) þurfir ekki að borga fyrir hamborgarann“.
Ég var ekki alveg sáttur við þetta og tala við yfirmanninn sem var líka ungur strákur. Eftir nokkurra mínútna samtal biðst hann afsökunar á þessu og segir að Jói þurfi eki að borga neitt og ég fái helmings afslátt af borgaranum mínum. Þá var ég sáttur. Við kláruðum bjórinn, ég borgaði og yfirmaðurinn baðst afsökunar á öllu saman aftur.
Eiga gestir að þurfa að gera svona mikið mál útaf einhverju svona? Auðvitað er leiðinlegt að fá hár í matnum og missa matarlystina og mér finnst að starfsfólk á veitingahúsum eigi að gera sér grein fyrir því.
Stefán Cosser
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Alvotech kokkarnir buðu upp á hrollvekjandi kræsingar – Uppskrift: Rauð flauelskaka með rjómaostakremi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Þessi keppa í Puratos-kökukeppninni á Stóreldhússýningunni á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni