Vín, drykkir og keppni
Handverksframleiðsla í hæsta gæðaflokki: Einstök vínsmökkun með Sóleyju Björk á Uppi bar
Spænsk vín eru gífurlega fjölbreytt og spennandi að kynna sér. Í vínsmökkun á Uppi bar á miðvikudaginn 18. júní er hægt að skyggnast inn í aðrar hliðar Spánar og smakka á vínum frá svæðum sem verða ekki oft á vegi íslendinga, þrátt fyrir að vera í hæsta gæðaflokki og nafntoguð innan Spánar.
Vínin í smökkuninni eru sex talsins og eru öll frá litlum handverksframleiðendum sem leggja mikinn metnað í bæði ræktun og framleiðslu. Ætlun þeirra allra er að endurspegla þrúguna og svæðið sem best í víninu og nota lítið sem ekkert af aukaefnum. Öll eru þau gerð með það í huga að þau geti haldið áfram að þroskast í ár eða áratugi.
Í smökkuninni verður boðið upp á eitt freyðivín, tvö hvítvín og þrjú rauðvín sem eru ekki bara mjög bragðgóð heldur líka skemmtileg til að bera saman. M.a. verður boðið upp á tvö rauðvín úr sömu þrúgu, frá sama framleiðanda frá sama svæði sem eru gjörólík á bragðið!
Sóley Björk vínfræðingur sem býr og starfar í Barselóna segir frá vínunum, framleiðslunni, svæðunum og fer yfir hvaða mat þau fara vel með. Einnig svarar hún öllum þeim spurningum sem gestum dettur í hug að spyrja um vín og vínframleiðslu.
Smökkunin kostar 9.900 krónur til að bóka sæti þarf að senda póst á [email protected] með nafni og fjölda.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður








