Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Handverksframleiðsla í hæsta gæðaflokki: Einstök vínsmökkun með Sóleyju Björk á Uppi bar

Birting:

þann

Spænsk vín í nýju ljósi: Einstök vínsmökkun með Sóleyju Björk á Uppi bar

Spænsk vín eru gífurlega fjölbreytt og spennandi að kynna sér. Í vínsmökkun á Uppi bar á miðvikudaginn 18. júní er hægt að skyggnast inn í aðrar hliðar Spánar og smakka á vínum frá svæðum sem verða ekki oft á vegi íslendinga, þrátt fyrir að vera í hæsta gæðaflokki og nafntoguð innan Spánar.

Vínin í smökkuninni eru sex talsins og eru öll frá litlum handverksframleiðendum sem leggja mikinn metnað í bæði ræktun og framleiðslu. Ætlun þeirra allra er að endurspegla þrúguna og svæðið sem best í víninu og nota lítið sem ekkert af aukaefnum. Öll eru þau gerð með það í huga að þau geti haldið áfram að þroskast í ár eða áratugi.

Í smökkuninni verður boðið upp á eitt freyðivín, tvö hvítvín og þrjú rauðvín sem eru ekki bara mjög bragðgóð heldur líka skemmtileg til að bera saman. M.a. verður boðið upp á tvö rauðvín úr sömu þrúgu, frá sama framleiðanda frá sama svæði sem eru gjörólík á bragðið!

Spænsk vín í nýju ljósi: Einstök vínsmökkun með Sóleyju Björk á Uppi bar

Sóley Björk vínfræðingur

Sóley Björk vínfræðingur sem býr og starfar í Barselóna segir frá vínunum, framleiðslunni, svæðunum og fer yfir hvaða mat þau fara vel með. Einnig svarar hún öllum þeim spurningum sem gestum dettur í hug að spyrja um vín og vínframleiðslu.

Smökkunin kostar 9.900 krónur til að bóka sæti þarf að senda póst á [email protected] með nafni og fjölda.

Facebook viðburður smökkuninnar.

Spænsk vín í nýju ljósi: Einstök vínsmökkun með Sóleyju Björk á Uppi bar

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið