Vín, drykkir og keppni
Handverksframleiðsla í hæsta gæðaflokki: Einstök vínsmökkun með Sóleyju Björk á Uppi bar
Spænsk vín eru gífurlega fjölbreytt og spennandi að kynna sér. Í vínsmökkun á Uppi bar á miðvikudaginn 18. júní er hægt að skyggnast inn í aðrar hliðar Spánar og smakka á vínum frá svæðum sem verða ekki oft á vegi íslendinga, þrátt fyrir að vera í hæsta gæðaflokki og nafntoguð innan Spánar.
Vínin í smökkuninni eru sex talsins og eru öll frá litlum handverksframleiðendum sem leggja mikinn metnað í bæði ræktun og framleiðslu. Ætlun þeirra allra er að endurspegla þrúguna og svæðið sem best í víninu og nota lítið sem ekkert af aukaefnum. Öll eru þau gerð með það í huga að þau geti haldið áfram að þroskast í ár eða áratugi.
Í smökkuninni verður boðið upp á eitt freyðivín, tvö hvítvín og þrjú rauðvín sem eru ekki bara mjög bragðgóð heldur líka skemmtileg til að bera saman. M.a. verður boðið upp á tvö rauðvín úr sömu þrúgu, frá sama framleiðanda frá sama svæði sem eru gjörólík á bragðið!
Sóley Björk vínfræðingur sem býr og starfar í Barselóna segir frá vínunum, framleiðslunni, svæðunum og fer yfir hvaða mat þau fara vel með. Einnig svarar hún öllum þeim spurningum sem gestum dettur í hug að spyrja um vín og vínframleiðslu.
Smökkunin kostar 9.900 krónur til að bóka sæti þarf að senda póst á [email protected] með nafni og fjölda.
-
Bocuse d´Or19 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin








