Frétt
Hamborgarhryggurinn vinsælastur en neysla grænmetisfæðis eykst
Enn sem áður á hamborgarhryggurinn hug og hjörtu landsmanna á aðfangadag en þeim sem hyggjast borða grænmetisfæði fjölgar jafnt og þétt. Vinsældir hamborgarhryggsins hafa þó hægt og rólega dregist saman frá því að mælingar MMR á matarvenjum landans hófust fyrir áratug síðan.
Rétt tæplega helmingur svarenda kvaðst ætla að gæða sér á hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld (46%) en lambakjöt (9%), rjúpur (9%) og kalkúnn (8%) fylgdu sem áður eftir í næstu þremur sætunum. Neysla nautakjöts hefur aukist yfir síðasta áratuginn og hyggjast nú 6% landsmanna gæða sér á nauti á aðfangadag, fjórum prósentustigum meira en árið 2010. Þá voru 4% sem sögðust ætla að að gæða sér á grænmetisfæði á aðfangadag og 17% sögðu annað en ofantalið verða á sínum matardisk á aðfangadag.
Munur eftir lýðfræðihópum
Svarendur á aldrinum 18-29 ára reyndust líklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segjast ætla að gæða sér á nautakjöti (7%) eða grænmetisfæði (9%) á aðfangadag en ólíklegust til að segja lambakjöt annað en hangikjöt verða á boðstólnum (5%). Landsmenn 68 ára og eldri reyndust líklegust til að segja kalkún (13%) verða fyrir valinu þetta árið og þau á aldrinum 50-67 ára voru líklegri en aðrir til að segjast munu borða rjúpu sem aðalrétt á aðfangadag (12%).
Svarendur af landsbyggðinni reyndust öllu líklegri til að segjast munu borða hamborgarhrygg (54%) eða rjúpu (12%) á aðfangadag heldur en þau á höfuðborgarsvæðinu (42% hamborgarhrygg; 8% rjúpu). Íbúar höfuðborgarsvæðisins reyndust hins vegar líklegri til að segjast ætla að borða kalkún (10%), nautakjöt (9%) eða grænmetisfæði en þau af landsbyggðinni (6% kalkún; 3% nautakjöt; 2% grænmetisfæði).
Þá reyndust konur (6%) líklegri en karlar (3%) til að segjast ætla að borða grænmetisfæði á aðfangadagskvöld en karlar (7%) reyndust líklegri til að segjast ætla að gæða sér á nautakjöti en konur (4%).
Mynd: úr safni
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Food & fun21 klukkustund síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó