Vertu memm

Frétt

Hamborgarhryggurinn vinsælastur en neysla grænmetisfæðis eykst

Birting:

þann

Jólaborð - Jólin

Enn sem áður á hamborgarhryggurinn hug og hjörtu landsmanna á aðfangadag en þeim sem hyggjast borða grænmetisfæði fjölgar jafnt og þétt. Vinsældir hamborgarhryggsins hafa þó hægt og rólega dregist saman frá því að mælingar MMR á matarvenjum landans hófust fyrir áratug síðan.

Rétt tæplega helmingur svarenda kvaðst ætla að gæða sér á hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld (46%) en lambakjöt (9%), rjúpur (9%) og kalkúnn (8%) fylgdu sem áður eftir í næstu þremur sætunum. Neysla nautakjöts hefur aukist yfir síðasta áratuginn og hyggjast nú 6% landsmanna gæða sér á nauti á aðfangadag, fjórum prósentustigum meira en árið 2010. Þá voru 4% sem sögðust ætla að að gæða sér á grænmetisfæði á aðfangadag og 17% sögðu annað en ofantalið verða á sínum matardisk á aðfangadag.

Munur eftir lýðfræðihópum

Svarendur á aldrinum 18-29 ára reyndust líklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segjast ætla að gæða sér á nautakjöti (7%) eða grænmetisfæði (9%) á aðfangadag en ólíklegust til að segja lambakjöt annað en hangikjöt verða á boðstólnum (5%). Landsmenn 68 ára og eldri reyndust líklegust til að segja kalkún (13%) verða fyrir valinu þetta árið og þau á aldrinum 50-67 ára voru líklegri en aðrir til að segjast munu borða rjúpu sem aðalrétt á aðfangadag (12%).

Svarendur af landsbyggðinni reyndust öllu líklegri til að segjast munu borða hamborgarhrygg (54%) eða rjúpu (12%) á aðfangadag heldur en þau á höfuðborgarsvæðinu (42% hamborgarhrygg; 8% rjúpu). Íbúar höfuðborgarsvæðisins reyndust hins vegar líklegri til að segjast ætla að borða kalkún (10%), nautakjöt (9%) eða grænmetisfæði en þau af landsbyggðinni (6% kalkún; 3% nautakjöt; 2% grænmetisfæði).

Þá reyndust konur (6%) líklegri en karlar (3%) til að segjast ætla að borða grænmetisfæði á aðfangadagskvöld en karlar (7%) reyndust líklegri til að segjast ætla að gæða sér á nautakjöti en konur (4%).

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið