Vertu memm

Freisting

Halldór matreiðslumaður gefur út matreiðslubókina Réttir úr ríki Vatnajökuls

Birting:

þann


Blóðbergs Panna Cotta

Halldór Halldórsson matreiðslumaður á Hótel Höfn er nú við það að ljúka við matreiðslubókina Réttir úr ríki Vatnajökuls.

Halldór nýtur stuðnings frá Daníel Imsland sem sér um umbrot og grafíska vinnslu. Auk þess hafa Guðmundur H. Gunnarsson hjá Matís og Rósa Björk Halldórsdóttir hjá Ríki Vatnajökuls komið að hugmyndavinnu bókarinnar. Hráefni sem finnst í Hornafirði mun vera í aðalhlutverki í öllum réttunum og þar á meðal flest það sem selt hefur verið í heimamarkaðsbúðinni.

Myndir frá Hornfirskum áhugaljósmyndurum af Hornfirskri náttúru í bland við matarmyndir prýða síður bókarinnar.

Uppskriftirnar í bókinni eru hannaðar með því tilliti að byrjendur jafnt sem lengra komnir geti stuðst við þær í eldhúsinu og hefur Halldór safnað myndum og uppskriftum frá árínu 2003 þegar að hugmyndin að bókinni kviknaði.

„Það er búið að vera gríðarlegur áhugi fyrir verkefninu“ segir Halldór í samtali við Freisting.is og segir að fólk sé nú þegar byrjað að panta bækur til að gefa í jólagjafir til ættingja, innan sem utan Hornafjarðar.

Búist er við að bókin komi frá prentsmið í byrjun desember.

Áhugasamir geta haft samband við Halldór á netfangið [email protected] eða í síma 692-5624.

Meðfylgjandi myndir eru úr matreiðslubókinni og birt með góðfúslegu leyfi Halldórs.

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið