Vertu memm

Keppni

Halldór Hafliðason hefur lokið keppni – Sjáðu myndirnar frá úrslitakeppninni

Birting:

þann

Ólympíuleikar matreiðslunema

Allt orðið klárt og beðið eftir að klukkan slær tólf, en Halldór hafði rúmlega tvær klukkustundir til að elda kjúkling í aðalrétt og súkkulaðieftirrétt fyrir fjóra

Í dag fór fram úrslitakeppni á Ólympíuleikum matreiðslunema, en tíu lönd komust áfram í úrslitakeppnina af fimmtíu löndum. Ólympíuleikarnir fóru fram rafrænt en keppnin hefur venjulega verið haldin á Kolkata á Indlandi áður en kórónuveiran kom til sögunar.

Halldór Hafliðason keppti fyrir hönd Íslands og stóð hann sig frábærlega og var á góðum tíma.  Halldór eldaði kjúklingarétt og súkkulaðieftirrétt fyrir fjóra.

Úrslitakeppnin var sýnd í beinni útsendingu og eru meðfylgjandi myndir skjáskot úr þeirri útsendingu:

Ólympíuleikar matreiðslunema

Ægir þjálfari sýndi í beinni nærmynd af handbrögðum Halldórs fyrir erlendu dómarana

Ólympíuleikar matreiðslunema

Íslensku dómararnir

Ólympíuleikar matreiðslunema

Kjúklingur

Ólympíuleikar matreiðslunema

Eftirréttur

Ólympíuleikar matreiðslunema

Keppni lokið og því ber að fagna

Ólympíuleikar matreiðslunema

Aðstoðarmenn Halldórs voru Kristvin Þór Gautason og Dagur Gnýsson. Þjálfari: Ægir Friðriksson matreiðslumeistari og kennari í Hótel-, og matvælaskólanum.

Úrslit verða kynnt á morgun laugardaginn 5. febrúar og verður veitingageirinn.is á vaktinni og flytur ykkur fréttir um leið og þær berast.

Fleiri fréttir af Ólympíuleikum matreiðslunema hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið