Keppni
Halldór Hafliðason hefur lokið keppni – Sjáðu myndirnar frá úrslitakeppninni
![Ólympíuleikar matreiðslunema](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2022/02/halldor-haflidason-8-1024x553.jpg)
Allt orðið klárt og beðið eftir að klukkan slær tólf, en Halldór hafði rúmlega tvær klukkustundir til að elda kjúkling í aðalrétt og súkkulaðieftirrétt fyrir fjóra
Í dag fór fram úrslitakeppni á Ólympíuleikum matreiðslunema, en tíu lönd komust áfram í úrslitakeppnina af fimmtíu löndum. Ólympíuleikarnir fóru fram rafrænt en keppnin hefur venjulega verið haldin á Kolkata á Indlandi áður en kórónuveiran kom til sögunar.
Halldór Hafliðason keppti fyrir hönd Íslands og stóð hann sig frábærlega og var á góðum tíma. Halldór eldaði kjúklingarétt og súkkulaðieftirrétt fyrir fjóra.
Úrslitakeppnin var sýnd í beinni útsendingu og eru meðfylgjandi myndir skjáskot úr þeirri útsendingu:
Aðstoðarmenn Halldórs voru Kristvin Þór Gautason og Dagur Gnýsson. Þjálfari: Ægir Friðriksson matreiðslumeistari og kennari í Hótel-, og matvælaskólanum.
Úrslit verða kynnt á morgun laugardaginn 5. febrúar og verður veitingageirinn.is á vaktinni og flytur ykkur fréttir um leið og þær berast.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný