Frétt
Hagnaður veitingastaðanna Local og Serrano dróst verulega saman milli ára
Hjá veitingastöðunum Local og Serrano dróst hagnaður verulega saman milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningum fyrirtækjanna fyrir árið 2018. Þrátt fyrir minni hagnað jukust rekstrartekjur beggja veitingastaða á árinu.
Hjá Serrano var hagnaður af rekstri ársins ríflega 11 milljónir króna samanborið við ríflega 38 milljónir króna árið 2017. Rekstrartekjur jukust um ríflega 23 milljónir króna milli ára og námu 943.965.306 kr. í fyrra.
Rekstri Local svipar mjög til þess sem uppi er á teningnum hjá Serrano þó að fyrirtækið sé talsvert smærra í sniðum. Rekstrartekjur ársins jukust um nær 20 milljónir króna milli ára og námu 369.566.358 kr. í fyrra. Þá skilaði fyrirtækið hagnaði upp á 5.754.092 kr. á síðasta ári og dróst hann saman um rétt tæpar þrjár milljónir króna.
Nánari umfjöllun um málið má finna í ViðskiptaMogga gærdagsins hér.
Mynd: serrano.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt5 dagar síðan
Eggjaverð í Bandaríkjunum í hæstu hæðum – stangast á við fullyrðingar Donald Trumps