Frétt
Hagnaður veitingastaðanna Local og Serrano dróst verulega saman milli ára
Hjá veitingastöðunum Local og Serrano dróst hagnaður verulega saman milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningum fyrirtækjanna fyrir árið 2018. Þrátt fyrir minni hagnað jukust rekstrartekjur beggja veitingastaða á árinu.
Hjá Serrano var hagnaður af rekstri ársins ríflega 11 milljónir króna samanborið við ríflega 38 milljónir króna árið 2017. Rekstrartekjur jukust um ríflega 23 milljónir króna milli ára og námu 943.965.306 kr. í fyrra.
Rekstri Local svipar mjög til þess sem uppi er á teningnum hjá Serrano þó að fyrirtækið sé talsvert smærra í sniðum. Rekstrartekjur ársins jukust um nær 20 milljónir króna milli ára og námu 369.566.358 kr. í fyrra. Þá skilaði fyrirtækið hagnaði upp á 5.754.092 kr. á síðasta ári og dróst hann saman um rétt tæpar þrjár milljónir króna.
Nánari umfjöllun um málið má finna í ViðskiptaMogga gærdagsins hér.
Mynd: serrano.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit