Frétt
Hagnaður veitingastaðanna Local og Serrano dróst verulega saman milli ára
Hjá veitingastöðunum Local og Serrano dróst hagnaður verulega saman milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningum fyrirtækjanna fyrir árið 2018. Þrátt fyrir minni hagnað jukust rekstrartekjur beggja veitingastaða á árinu.
Hjá Serrano var hagnaður af rekstri ársins ríflega 11 milljónir króna samanborið við ríflega 38 milljónir króna árið 2017. Rekstrartekjur jukust um ríflega 23 milljónir króna milli ára og námu 943.965.306 kr. í fyrra.
Rekstri Local svipar mjög til þess sem uppi er á teningnum hjá Serrano þó að fyrirtækið sé talsvert smærra í sniðum. Rekstrartekjur ársins jukust um nær 20 milljónir króna milli ára og námu 369.566.358 kr. í fyrra. Þá skilaði fyrirtækið hagnaði upp á 5.754.092 kr. á síðasta ári og dróst hann saman um rétt tæpar þrjár milljónir króna.
Nánari umfjöllun um málið má finna í ViðskiptaMogga gærdagsins hér.
Mynd: serrano.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný